Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Qupperneq 129
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2013 · 4 129
er trúlega efni í róman. Ekki samt viss
um að sú bók væri eftir Pétur Gunnars-
son.
Einn eftirminnilegasti kaflinn er
samt gönguferð fjölskyldu Kötu skáld-
konu í Laugardalnum á nýjársdag – for-
eldrarnir að reyna að fela hjónabands-
brestina fyrir barninu. Þessi samtals-
glefsa um útbrunna rakettu gæti sem
best hafa orðið eftir þegar lokahönd var
lögð á Punktur punktur komma strik:
Hún getur verið full af ógeði! æpti konan.
Sóti! áréttaði maðurinn. (15)
IV
Hann (Kjarval) kunni þessa list að sjá
undur og stórmerki í hversdeginum.
Þau eru alls staðar! að vera kominn upp
í bústað er kraftaverk. Að setja niður
kartöflur er kraftaverk. (80)
Lífssögur flestra persóna Íslendinga-
blokkar myndu duga vel í prýðilegar og
áhrifamiklar skáldsögur af ákjósanlegri
stærð. Er það galli hvað Pétur fer frjáls-
lega, kæruleysislega með efniviðinn?
Ekki finnst mér það.
Er það galli hvað persónugalleríið,
hvað meðlimir húsfélagsins hafa lítil
áhrif hver á annan? Ég veit það ekki.
Megnið af örsögunum, myndunum,
persónulýsingunum eru skemmtilegar,
margar áhrifaríkar. Sumar sitja í minn-
inu. Er það ekki nóg?
Þetta er jú blokk. Hver og einn lifir
sínu lífi. Að skálda upp þræði milli
þeirra hefði trúlega rústað þeim áhrif-
um. Pétur fer mjög hóflega í að tengja
fólkið saman. Eðlilega, það að þau eru
þarna öll hefur ekkert með líf þeirra að
gera. Þau búa bara þarna.
V
Einkennilegasta persónan, skrattinn úr
sauðarleggnum, birtist á bls. 37:
Þegar Flóki sneri aftur með greiðsluna
var ég kominn í stólinn …
Við erum stödd á rakarastofu Adda og
það er ekki nóg með að séra Flóki, sem
annaðhvort er úr Efstu dögum eða þess-
vegna úr Langholtskirkju, sé staddur
þar: Sjálfur Pétur Gunnarsson hefur
hlammað sér niður í söguna miðja. Því
ég geri ráð fyrir að þetta sé hann.
Ég veit ekki alveg hvað mér á að finn-
ast um það. Sögumannsrödd bókarinnar
er alvitur, sér í hug allra persónanna
sem hún kærir sig um. Hvað er þá þessi
„ég“ að þvælast þarna eins og hver
annar íbúi? Mig langar ekkert í vanga-
veltur um sögumenn og sjónarhorn og
bókmenntafræði. Ég vil bara vita hvern-
ig fer fyrir Indriða, Kötu og Adda. Ég fæ
enda frekar lítið að vita um þennan
„Mig“, þó hann taki talsvert pláss í bók-
inni.
Hr. „Ég“ er ekki fyrr búinn að fá rak-
araþjónustuna en hann er orðinn að
einhverskonar brennipunkti persónu-
gallerísins – fyrirlesari á endurmennt-
unarnámskeiði um Dante, þar sem
nokkrir blokkarbúanna mæta.
Dante?!
Það þykja mér skrítnir kaflar. Eitt er
nú hvað þeir eru nálægt því að vera
samhljóða endursögn á útleggingum á
Gleðileiknum guðdómlega í Vélum tím-
ans:
Flórensborg er álíka stór stjórnmálaein-
ing og Ísland ekki undir neinn kóng sett
[…] Á miðöldum er ekki búið að finna
upp stjórnarandstöðuna, þeir sem verða
undir eru ævinlega drepnir eða reknir í
útlegð …
(Vélar tímans 96, Íslendingablokk 61)
Af hverju er þetta? Hvers vegna er þetta
orðrétt? Það er auðvitað pínu skemmti-
legt að átta sig á því, en hefur það ein-
hverja viðameiri þýðingu?