Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 8

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 8
A r n a l d u r I n d r i ð a s o n 8 TMM 2013 · 4 En það svar dugar ekki áhugasömum og forvitnum fyrirspyrjendum og við klórum okkur í kollinum og reynum að svara einhverju meiru. Ástæðurnar eru ugglaust nokkrar, segjum við og tölum um einangrunina hér norður í íshöfum, sem varð til þess að við urðum að reiða okkur á okkar eigin skemmtanir, en svo komum við alltaf að því sama: Íslendingar eru menn- ingarþjóð frá fornu fari. Við erum bókmenntaþjóð. Og af hverju? erum við enn spurð. Það er aðeins eitt svar til við því: Vegna handritanna. Vegna þess að það atvikaðist þannig að við byrjuðum að skrifa bækur um leið og hér þróaðist íslenskt samfélag og við höfum aldrei látið af þeirri iðju. Við reynum að skýra það út fyrir fólki að í gömlu handritunum sé að finna merkilegar heimildir um það hvernig samfélag verður til og hvernig það leysist upp og að slíkar frásagnir séu einstæðar, að minnsta kosti í okkar vestræna heimi. Að fræðimenn hafi bent á að Íslendingasögurnar séu farvegur samfélags til þess að skilgreina sjálft sig í minnstu smáatriðum. Þær fjalli ekki síst um lagaumhverfið og séu eins konar leiðarvísir um það réttarríki sem þróaðist í öndverðu þegar hér var ekkert framkvæmdavald: Þegar við vorum villta vestrið. Þær fjalli um fornar siðvenjur og heitustu ástarmál og hvernig menn komust ekki hjá því að verja sæmd sína. Að hefndin leiki stórt hlutverk í lífi fólks, hefndarskyldan hvíli á herðum þeirra sem telji sig órétti beitta, og þær fjalli um langrækni, öfund, losta, allar syndir mannanna sem hægt er að hugsa sér, en líka tryggð og vináttu, og þær séu fullar af húmor. Þær segi vissulega frá stórum hetjum en einnig lítilmótlegustu persónum. Þær segi frá leit að reglu í samfélaginu, sáttmála sem samfélag hlýtur að verða að lifa eftir, og þeim mannlegu eigindum sem við vildum annaðhvort forðast eftir mætti eða hlúa að, um leið og ný þjóð varð til. Það er ekki svo lítið að eiga slíkar sjálfshjálparbækur sem fylgt hafa þjóðinni í blíðu og stríðu. Því það hafa handritin svo sannarlega gert. Þau hafa ekki átt sjö dagana sæla í gegnum tíðina, ekki fremur en fólkið í landinu. Þau liggja í tunnum á hafsbotni. Þau hafa verið étin í hungurs- neyðum. Notuð í skóleppa. Þau hafa lent í eldgosum og jarðskjálftum og horft upp á eigendur sína drepast úr dauðaplágum hvers konar. Og ekki síst hafa þau orðið eldinum að bráð. Handritin eiga sínar hetjur sem gott er að minnast á hátíðarstundum eins og þessari. Við höldum hér upp á afmæli Árna Magnússonar. Brynjólfur Sveinsson var einnig ötull bókasafnari. Enn aðrir koma við sögu. Hugsanlega sálmaskáldið Hallgrímur Pétursson. Enginn veit hvernig Brynjólfur fékk Konungsbók eddukvæða í hendur en einhver fallegasta myndin sem við freistumst til þess að teikna upp úr sögu handritanna er sálmaskáldið á leið í Skálholt með Konungsbók undir arminn að koma henni í hendur Brynjólfi biskupi. Er hún sönn? Hvers vegna ekki? Kannski eins sönn og íslensk fornsaga getur orðið. Frægasti einstaki atburðurinn í hamfarasögu handritanna er auð vitað bruninn í Kaupmannahöfn árið 1728. Eins og kunnugt er brást Árni Magn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.