Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 134

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 134
D ó m a r u m b æ k u r 134 TMM 2013 · 4 raun betra en það er. Þetta er í f lestum tilfellum sárasaklaust og þessi gerð svið- setningar er ásættanleg að mati sam- félagsins. Aðalpersóna bókarinnar Hvítfeld, Jenna Hvítfeld, gengur þó talsvert lengra en þetta. Það er hægt að halda því fram að hún kaffæri þrána eftir betra lífi og setji í hennar stað þrána eftir þessari sviðsetningu einni, glansmyndinni sem felst í áliti annarra á henni. Hún speglar sig í áliti annarra og sjálfsmynd hennar „hverfur“ þegar aðrir sjá í gegn um hana. Jenna rýfur friðarsáttmála samfélagsins í hvert einasta skipti sem hún opnar munninn. Lygar hennar snúa bæði að ytri aðstæðum hennar og innra sálarlífi. Móðir Jennu, Hulda, er lygari af allt öðrum toga. Hún lýgur ekki til um stað- reyndir, hún segist ekki hafa klárað nám sem hún ekki kláraði eða búa einhvers- staðar þar sem hún ekki býr. Hún lýgur samt sem áður á hverjum degi. Hún lýgur að sjálfri sér, samfélaginu og börn- unum sínum, lýgur því að það sé allt í lagi með hana, henni líði ekki illa, hjónaband hennar sé hamingjusamt … Hulda lifir í stöðugri vanlíðan. Æsku- heimili hennar einkennist af upplausn, vanrækslu og drasli, móðir hennar, Dýr- leif, er með söfnunaráráttu, enginn sinnir Huldu og hún verður fyrir kyn- ferðislegri misnotkun sem barn. Hún er ekki ástfangin af manninum sínum, sem reynist svo vera eiturlyfjafíkill sem ekki getur haft stjórn á skapi sínu. Yfir allt þetta breiðir hún og þær lygar henn- ar eru annars eðlis en lygar Jennu. Þær brjóta ekki í bága við friðarsáttmála samfélagsins, snúast um tilfinningar en ekki staðreyndir og eru í raun og veru mjög þægilegar fyrir hina þegnana. Ef þeir vita ekkert um hvað er að gerast í lífi Huldu, ef þeir láta hana bara ljúga að sér, þurfa þeir ekki að hjálpa henni eða börnunum hennar, enginn þarf að baka sér óþægindi með annarra manna vandamálum. Þessar lygar eru því sam- félagslega ásættanlegar, þetta er svið- setning sem er friðþæging fyrir hina þegna samfélagsins, sem vilja bara halda áfram í sínum tannhjólaförum. Þó lygar Huldu séu almennt ásættan- legar í samfélaginu, eru þær ekki síður skaðlegar en lygar Jennu. Hún hefur rangfeðrað yngri systurina Eufemíu og grunurinn um það eyðileggur bæði hjónabandið og Eufemíu. Hægt er að færa rök fyrir því að hið persónulega niðurbrot sem hlýst af lygunum sé í raun skaðlegra en flest annað, þar sem þær hafa talsverð áhrif á líf manns hennar, barna og systur. Það má segja að Hulda sé „svindlari» af þeirri gerð sem Langford og Clance fjalla um í grein sinni frá 1993, The Impostor Phenome- non: Recent research findings regarding dynamics, personality and family pat- terns and their implications for treat- ment. „Svindlari“ merkir þar fólk sem upplifir sig sem svindlara vegna lélegrar sjálfsmyndar sem ekki fellur að hug- myndum umhverfisins um það. Hulda trúir ekki á eigin árangur í skóla, eða sambönd við annað fólk og hún lætur misnotkun Atla, elskhuga síns og kenn- ara, yfir sig ganga án þess að efast um að hún eigi það skilið. Hún er líka hald- in þrifnaðaráráttu, sem er bæði við- brögð við sóðaskap móðurinnar og liður í því að segja við samfélagið „það er allt í lagi með mig». Sjálfsfyrirlitning Huldu kallast á við sjálfsupphafningu dótturinnar Jennu sem þráir að vera fullkomin. Smám saman hættir hún að hafa þörf fyrir raunverulega velgengni og lætur sér nægja að búa til glansmynd af lífi sínu, án þess að það sé innistæða fyrir henni. Henni fannst t.d. ekki nauðsynlegt að klára námið sem hún fór til Bandaríkj- anna til að stunda, heldur lýgur hún því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.