Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 52

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 52
H j a l t i H u g a s o n 52 TMM 2013 · 4 umhverfi sínu rannsakar guðfræðin túlkunar- og áhrifasögu þessara texta meðal annars í túlkunarhefð kristinnar kirkju og heimfærir boðskap þeirra upp á breytilegar sögulegar aðstæður, t.d. aðstæður á Íslandi í Hruninu og árin eftir það. Þetta er fullgilt guðfræðilegt viðfangsefni í sjálfu sér. Út frá þessu sjónarhorni má líta svo á að hlutverk guðfræðinnar sé að heimfæra frásögur af persónunni Jesú frá Nazaret og ræðubrot sem honum eru eignuð þannig að varpi ljósi á þær aðstæður sem ríktu t.d. á Íslandi 2008 eða ríkja 2013. Þar með væri um að ræða sögulega yfirfærslu – þýðingu og túlkun – á sagna- og hugarheimi Nýja testamentisins. Kristin kirkja játar aftur á móti þá trú að Jesús frá Nazaret hafi ekki einvörðungu verið söguleg persóna heldur hafi hann einnig verið sá Kristur sem lýst er í Níkeu- játningunni frá 4. öld sem „… Guðs einka[syni], sem er af föðurnum fæddur frá eilífð, Guð af Guði, ljós af ljósi, sannur Guð af Guði sönnum…“4 Þessi játning er uppistaða í túlkunarhefð kirkjunnar á Kristi og boðskapnum um hann. Líta má á þetta sem lóðréttan ás túlkunarhefðarinnar en skoða hina sögulegu túlkun sem láréttan ás. Sé hin lóðrétta túlkun tekin inn í myndina má líta svo á að hlutverk guðfræðinnar sé að heimfæra algildan boðskap Krists upp á síbreytilegar mannlegar kringumstæður. Kirkjan og þar með kirkjuleg guðfræði lítur svo á að inntak þess boðskapar fjalli um líf og vel- ferð einstaklinga, samfélags og í raun heimsins alls og er þar bæði átt við tímanlega (t.d. líkamlega) og eilífa (þ.e. andlega) velferð. Þar sem íslenska Hrunið hafði veruleg áhrif á velferð margra, ef ekki þjóðarinnar í heild, virðist það vera viðfangsefni sem eðlilegt sé að guðfræðin láti sig varða í ljósi fyrrgreindrar lýsingar á hlutverki hennar. Eitt af hlutverkum guðfræðinnar er að greina mannlegar tilfinningar, túlka þær og grafast fyrir um merkingu þeirra. Þetta gerir hún m.a. með því að setja þær í víðtækt samhengi og tengja mannlegri reynslu við mismunandi félags- og menningarlegar aðstæður. Hér er oftar en ekki um að ræða tilfinn- ingar á borð við sorg, sektarkennd, reiði og skömm sem oft tengjast „krísum“ og „trámum“ – ekki síst dauðanum. Ýmsar greinar guðfræði eru enda meðal gamalreyndustu tækja Vesturlanda til að fást við slíkar tilfinningar. Má þar nefna sálgæslu og skyldar greinar. Á fundi Vísindafélagsins kom líka fram í umræðum að Hrunið kunni að hafa skapað með okkur ástand sem líkja megi við sameiginlega sorg þjóðar – þó ekki þjóðarsorg í viðtekinni merkingu sem vart ber að tengja efnahagslegum skakkaföllum. Bent var á að væri svo þyrftum við að gæta þess að syrgjendur verða að vinna sig í gegnum sorgina stig af stigi eftir lýsanlegu sorgarferli. Sé þess ekki gætt getur sorgin orðið viðvarandi eða krónískt ástand sem er niðurbrjótandi en ekki uppbyggilegt. Markviss sorgarvinna er enn eitt nýtanlegt verkfæri sem guðfræðin hefur langa reynslu af að beita og að gagni getur orðið til að koma okkur út úr Hruns-ástandinu. Með úrvinnslu tilfinninga af ofangreindu tagi er jafnframt leitað merk- ingar og tilgangs mannlegrar tilveru í víðasta skilningi. Guðfræðin leitast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.