Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 12

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 12
A r n a l d u r I n d r i ð a s o n 12 TMM 2013 · 4 Miðaldirnar tala til okkar enn í dag í gegnum handritin og við tölum sömuleiðis mál þeirra. Við notum sömu orðin og við finnum þar til þess að tjá tilfinningar okkar. Við erum ekki aðeins vörslumenn handritanna og rannsökum þau og hýsum þau og sjáum til þess að þau falli ekki í gleymsku. Við erum lifandi notendur þess sama máls og þau eru rituð á og það er spurning hvort við töluðum íslensku enn í dag ef við hefðum ekki átt hand- ritin að bakhjarli. Við eigum að vera stolt af því og halda því á lofti og skilja að þetta sérstaka, beina samband sem við höfum við kvæði og frásagnir miðalda er einstakt og dýrmætt og þess virði að varðveita eftir megni svo við getum sagt það sama eftir önnur hundrað ár. Og önnur þúsund ár. Þau eru vissulega eign alls heimsins og geyma sannar heimsbókmenntir, en þau eru líka okkar eign, varðveita sögu okkar og tilveru, orðin sem þau geyma svo samtvinnuð þjóðinni að þau verða aldrei skilin frá tilvist hennar. Líkt og þeir sem báru handritin úr eldinum forðum verðum við að eiga þá taug sem til þarf að gera veg þeirra sem mestan. Það hefur löngum verið árátta þessarar þjóðar að vilja tjá sig í rituðu máli og við höfum aldrei haft betri tækifæri til þess eða handhægari tæki en nú á dögum, með hinum nýju samfélagsmiðlum. Það er orðið eins og hver annar heimilisiðnaður að segja frá með hinu skrifaða orði. Leika sér með tungu- málið. Þróa það og auka notkunarmöguleika þess. Netnotkun er óvíða meiri en hér á landi. Hér eru allir á feisbúkk og hér eru allir að blogga um stórt og smátt allan liðlangan daginn. Og hér eru allir að tísta í ofanálag. Við eigum að fagna því og gleðjast yfir nýjum miðlum og hvernig tungumál fornritanna birtist okkur á degi hverjum í hinu nýja rafræna formi. Við erum ekki lengur upp á örfáa skrifara komin til þess að festa sérvaldar sögur á skinnblöð. Núna skrifum við, hvert og eitt, handrit byggð á okkar lífi og lífi okkar nánustu og gefum út á svipstundu, miðlum fróðleik, segjum sögur, tiltökum lífsgildi, setjum fram skoðanir. Og gleymum því ekki að aldrei í sögunni hefur verið jafn auðvelt að gera það sem gömlu rithöfundunum þótti mest um vert, að öðlast margra heima sýn. Hlýtur það ekki að vera grunnurinn að íslenskri menningu, þá eins og nú? Má ég nefna að lokum hversu ánægjulegt það er að svona myndarleg alþjóðleg ráðstefna skuli vera haldin hér á landi um eins mikilvægt efni, fróðlegt og ekki síst skemmtilegt og handritin okkar. Njóti sá er nam, heilir þeir, er hlýddu … … eða, svo tekin séu upp kveðjuorðin í einu handriti Grettissögu: „Hafi þeir þökk er hlýddu en sá litla sem krabbað hefir.“ Fyrirlestur á ráðstefnunni Heimur handritanna sem haldin var í Norræna húsinu í október 2013 á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í tilefni af 350 ára afmæli Árna Magnússonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.