Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 131

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 131
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2013 · 4 131 hendinni og semji úr þeim góða sögu sem norðanmenn gætu teflt fram í hóp hinna fjögurra fræknu, Eglu, Laxdælu, Njálu og Grettlu. Hægt er að lesa skáld- sögu Þórarins Eldjárns, Hér liggur skáld, sem fyrsta skref í þá átt. Þórarinn hefur áður með aðdáunarverðum árangri endurort fornkvæði á borð við Völuspá til skilningsauka ungum les- endum og sett saman sérlega vel heppn- aða kennslubók fyrir grunnskóla um Snorra Sturluson. Hvort tveggja hefur haft mikið að segja við að færa arf handritanna alla leið heim til nýrrar kynslóðar. Með þessari skáldsögu fer Þórarinn enn lengra en í enduryrkingum sínum með því að steypa saman söguefni Svarfdæla sögu og Þorleifs þáttar jarls- skálds og semja úr því nýja sögu með öllum helstu persónum og atburðum beint úr fyrirmyndunum. Stundum hefur verið sagt að það væri lítill skáld- skapur að endurrita fornsögur en það getur verið jafn fjarri sanni og þegar bóndinn í Fljótshlíðinni skildi ekki hvað Ásgrími Jónssyni málara gekk til að mála Eyjafjallajökul – því bóndanum sýndist jökullinn góður eins og hann væri. Í sögu sinni tekur Þórarinn óreiðukenndar svarfdælskar sögur, sem bera þess víða merki að vera ritaðar nánast beint af manna vörum, og fellir þær saman í skáldsöguform sem þær vantar svo sárlega. Hann notar ótæpi- lega hugmyndir og meðöl úr fornritun- um sjálfum – sem hafa virkað sem hluti af munnlegri sagnahefð en njóta sín síður í því formi sem þær hafa nú haft á sér um skeið – og yfirfærir í frásagnar- ramma sem hentar í nútímalegri skáld- sögu. Í leiðinni sníður hann ýmsa útúr- dúra og persónur út úr sögunni en lyftir öðrum, breytir og bætir enda hefur það á öllum öldum og á öllum tímum verið helsta aðferð góðra sagnamanna að láta ekki sögur sínar gjalda heimildarinnar eða sannleikans. Þannig næst fram sam- felldur og markviss söguþráður utan um ævi og skáldskaparafrek Þorleifs Ásgeirssonar, bóndasonar úr Svarfaðar- dal, sem er fóstraður hjá móðurbróður sínum Miðfjarðar-Skeggja, fer utan og glímir við ógnarstjórnandann Hákon Hlaðajarl með kynngimögnuðum skáld- skap og kemur aftur heim þar sem hinn langi og göldrótti armur valdsins nær til hans að lokum. Jarlinum hefnist þó grimmilega að hafa styggt skáldið því vegna þeirrar svívirðu sem hann varð fyrir undir kveðandi Þorleifs missti hann valdafótanna og endaði sína ævi svikinn af þræl sínum í svínastíu. Slíkur er máttur og vald skáldskaparins og ekki að undra að Hallbjörn sauðamaður hafi látið sig dreyma um að verða skáld á haug Þorleifs tveimur öldum síðar – og hlotið skáldagáfu frá haugbúanum að draumlaunum eins og ramminn utan um söguna segir okkur frá. Inn í þenn- an skáldaferil eru ofnar afkáralegar og ákaflega skoplegar innansveitardeilur í Svarfaðardal þar sem fjölskylda Þorleifs kemur við sögu, einkum systir hans Yngveldur fagurkinn sem – eins og nafnið bendir til – hefur örvað karlana í dalnum mjög til dáða. Ekki einasta gefur Þórarinn þessu forna söguefni hæfilegt og fagurskapað form heldur beitir hann víða óvæntu sjónar- horni sem hinir fornu sagnameistarar hirtu oft lítið um en verður upplýsandi, jafnvel afhjúpandi, fyrir nútímalesend- ur. Þannig beinir hann augum þoland- ans að ofboðslegum afleiðingum þeirra hörmulegu ofbeldisverka sem unnin eru á hinum fornu skinnblöðum undir merkjum hetjuskapar og höfðingdóms. Með slíkri breytingu á sjónarhorni dregur Þórarinn fram hvers konar glæpagengi hefur safnast að mönnum á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.