Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 60
H j a l t i H u g a s o n
60 TMM 2013 · 4
farinu í landinu heldur í Þjóðmenningarhúsinu. Það er að vísu nýtt fyrirbæri
með óljósa merkingu og tilgang. Þó ber án efa að skoða húsið sem tilraun til
að koma á þjóðarhelgidómi í alfaraleið og undir þaki en ekki úti á víðavangi
eins og t.d. er raun á um Þingvelli. Að því virðist hafa verið stefnt að upp-
kvaðning dómsins yrði táknrænt og merkingarbært andartak (kairos) í því
endureisnar- og hreinsunarferli sem hér var í gangi. Svo varð þó ekki. Sú
flokkspólitíska ákvörðun að stefna aðeins einum manni fyrir dóminn kom
strax í veg fyrir að svo yrði. Viðbrögð fyrrum forsætisráðherra við dómnum
einkenndust enda af harðri vörn, reiði og afneitun. Með hvoru tveggja þessu
var loku skotið fyrir að dómurinn gæti orðið liður í uppbyggilegu endur-
nýjunarferli. Verst var þó að með þessu var farin algerlega lögfræðileg leið til
að skera úr um ábyrgð stjórnmálastéttarinnar í aðdraganda Hrunsins en slík
leið er ekki líkleg til að stuðla að sáttum og endurnýja traust í samfélaginu.18
Hér hefur verið drepið á helstu þættina í því endurreisnarkerfi sem komið
var á í kjölfar Hrunsins og bent á þær forsendur sem frá guðfræðilegu
sjónarhorni þurfa að vera til staðar til að markmiðunum, endurnýjaðri
þjóðarsátt á grundvelli gagnkvæms trausts, verði náð. Er þar einkum átt við
viljann til sjálfsprófunar og játningar en jafnframt sátta og endurreisnar. Í
framhaldi af því má vissulega spyrja hver þau séu sem fara þyrftu í gegnum
hin ýmsu stig í því ferli sem lýst var til að eiginleg hreinsun (karthasis) og
endurreisn geti orðið.
Mörg okkar myndu e.t.v. svara að það bæri helstu gerendum í útrásinni
og Hruninu að gera, þ.e. útrásarvíkingunum, leiðandi einstaklingum í
stjórnmálastéttinni fyrir 2008, forstöðumönnum helstu eftirlitsstofnana
samfélagsins auk lykilembættismanna í stjórnkerfinu. Skoðanir kynnu síðan
að vera skiptar um hverja fleiri væri að ræða: hugsanlega áhrifamenn í fjöl-
miðlum, sérfræðinga í ráðgjafargeiranum, endurskoðendur, háskólafólk og
hugsanlega presta og aðra þá sem telja sig gegna „spámannlegu“ hlutverki
í samfélaginu en í því felst skylda til árvökullar gagnrýni og ábendinga um
það sem betur má fara. Slíkt aðhald skorti fyrir Hrun.
Hið guðfræðilega svar kann að verða víðtækara, flóknara og umdeildara.
Hlutverk guðfræðinnar er ekki að kveða upp dóma og greina að sauði og
hafra þótt það sé líking sem vissulega er sótt til Biblíunnar.19 Hlutverk guð-
fræðinnar er fremur að kalla hvert og eitt okkar til sinnar ábyrgðar og vekja
athygli á að í flóknu félagslegu samspili er sjaldnast mögulegt að greina
einstaklinga í vammlausan hóp og sekan. Hér skal vissulega ekki undir það
slagorð tekið að við höfum öll tekið virkan þátt í bóluhagkerfi veltiáranna
fyrir 2007 og séum því öll samsek um Hrunið. Aðeins skal á það bent að
ábyrgðardreifingin í aðdraganda Hrunsins er flókin og við þurfum öll að
vera fús til að grandskoða gerðir okkar og gangast við okkar þætti.
Mörg þeirra sem nú glíma t.d. við stökkbreytt lán mátu stöðu sína vel og
af aðgætni án þess að vita að forsendurnar sem gengið var út frá voru rangar.
Mörg þeirra voru bókstaflega blekkt að yfirlögðu ráði og að fyrirmælum