Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 102
Ó m a r Va l d i m a r s s o n
102 TMM 2013 · 4
Óbreytt ástand skárra en valkosturinn
Það er heldur ekkert sérstakt sem bendir til að sameining kóresku ríkjanna
sé á næsta leiti. Stjórnvöld í Pyongyang, sæl og mett í sínu eigin Truman-sjói,
hafa engan áhuga á að gera þær pólitísku og efnahagslegu umbætur sem eru
óhjákvæmileg forsenda sameiningar ríkjanna. Sameiningaráhugi manna í
Suður-Kóreu hefur mjög minnkað á undanförnum árum með tilkomu kyn-
slóða sem aldrei hafa þekkt annan veruleika en þann sem felst í því að vita
af furðulegum frændum lokuðum af norðan landamæranna. Almenningur
í Suður-Kóreu hefur engan áhuga á að punga út þeim stjarnfræðilegu upp-
hæðum sem sameiningin myndi kosta og hugsar þá meðal annars til sam-
einingar þýsku ríkjanna. Kunnugir menn, til dæmis Andrei Lankov, telja
að kostnaður við fóstur norðurhlutans yrði margfalt meiri en raunin varð í
Þýskalandi. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa ekki mikinn áhuga á að
taka upp veskið til að borga þá ættleiðingu og Kínverjar, hinir einu sem enn
eru í einhverskonar vináttusambandi við stjórnina í Pyongyang, kæra sig síst
allra um þá upplausn sem myndi fylgja í kjölfarið.
Það eru meginhagsmunir Kínverja í þessu sambandi að sæmileg kyrrð
ríki í Norður-Kóreu og að stjórnin þar haldi velli, þrátt fyrir allt; þeir kæra
sig ekki um að fá milljónir svangra og ringlaðra flóttamanna yfir suður-
landamærin sín og að þurfa að bera þann kostnað og fyrirhöfn sem hljótast
myndi af þeim mikla harmleik. Íbúar Austur-Þýskalands vissu nokk hvernig
ástandið var vestanmegin og voru því að einhverju leyti búnir undir dagleg
samskipti við vestanmenn. Yfirgnæfandi meirihluti hinna hug- og hjarta-
hreinu í Norður-Kóreu hefur hins vegar enga hugmynd um hvernig lífið
gengur fyrir sig í öðrum löndum; fólk þar þekkir ekki annað en það sem
því hefur verið innprentað frá fæðingu – að allt gott komi frá Leiðtoganum
mikla, Leiðtoganum kæra eða Arftakanum mikla, þeir viti best og mest
hvernig skapa skuli paradís á jörð. En kerfið er ekki sjálfbært og því mun
koma að því (einhverntíma á næstu áratugum) að leiktjöldin hrynja. Það sem
þá gerist verður ekki fallegt.
Yfirburðafólkið heima og heiman
Kim il-Sung hóf ekki feril sinn með ógnunum og yfirgangi frekar en aðrir
sem síðar reyndust fól og skúrkar, heldur með því að dásama styrk og
þrautseigju síns fólks, oft með því að benda jafnframt á að aðrar þjóðir væru
hvergi nærri jafn merkilegar og sú kóreska.
Við þekkjum þetta. Ekki er langt síðan Verslunarráð lagði til að Ísland
hætti að bera sig saman við Norðurlöndin enda stæðum við þeim framar á
flestum sviðum; yfirburðafólk, eins og það var orðað í Ímyndarskýrslunni
– og gudbevareos skyldum við spilla meydómi fullveldisins með einum
dropa af óhreinu bleki (eða útlendum skammstöfunum). Skemmra er síðan