Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 23

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 23
D v e r g a r o g s t r í ð TMM 2013 · 4 23 Jú, þakka þér fyrir spurninguna, segi ég og af því að maður er ekki ráðherra og getur ekki skotið sér undan með því að svara með orðunum; „I am going to put that for the parliament“.8 Nei, góðir gestir, rithöfundur leggur ekkert fyrir þingið og maður segir ekki heldur: But we had the cod war and soon we have the makræl war, heldur svarar rithöfundur þegar hann er spurður að því hvernig það sé að vera rithöfundur og búa á eyju einfaldlega: Það er fínt, segi ég. Það er hægt að þjást og þrá á öllum tungumálum. Það er hægt að takast á við dauða og sársauka í hvaða fjöru sem er, hægt að hitta fyrir hið háleita uppá lágum sandhól eins og þessum þarna, það er hægt að skipta tuttugu sinnum um hugsunarhátt á einum degi ofan í nánast hvaða lautu sem er.9 En ef maður er spurður hvernig það sé að vera rithöfundur og tilheyra dvergþjóð? Þá vitnar maður í Einar Má Guðmundsson eftir minni og segir að það séu ekki til litlar eða stórar þjóðir í bókmenntum því heimurinn sé hnöttóttur.10 Hver er þá niðurstaðan, hvað þýðir lýsingarorðið íslenskur á undan nafn- orðinu rithöfundur? Eru íslenskir rithöfundar „einn vilji, einn jarðvegur, ein sól“ eða er hver og einn sitt eigið eyland? Við fyrstu sýn sé ég ekki að íslenskir rithöfundar eigi neitt annað sameiginlegt en að skrifa á tungumáli sem næstum enginn skilur. Eða samtals 322.112 manneskjur. (Fyrirgefiði 322.113, já haldið þið ekki að 16 marka drengur hafi bæst við okkar litlu hjörð um kaffileytið á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og stefnir í að 16. september 2013 verði einhver frjósamasti laugardagur í september. Við bjóðum hann að sjálfsögðu velkominn í hópinn.) Við nánari skoðun er niðurstaðan enn hin sama, að það sé aðeins eitt sem sameini íslenska rithöfunda og það sé sú staðreynd að þeir skrifi á tungumáli sem þekkt er fyrir ríkulegt beygingarkerfi og setningarleg einkenni á borð við beygingarsamræmi frumlags og sagnar, aukafallsfrumlög og sagnfærslu í öllum tegundum aukasetninga. Já og til viðbótar eigum við ýmis séríslensk orð sem geta staðið í færustu þýðendum, til að mynda orðin skárri og skástur sem merkja að við þekkjum umfram aðrar þjóðir hvernig það er að þurfa að velja á milli tveggja kosta og hvorugur er góður.11 Sem minnir mig á það að Íslendingar ganga brátt að kjörborðinu þar sem þeir velja einmitt á milli flugvallar og rithöfunda eða var það milli rithöf- unda og hjartastuðtækis? – og ég veit fyrir mína parta að af því að ég er með stöðugan verk í brjósti af áhyggjum yfir örlögum heimsins og líka af því að í skáldinu eiga allir menn bágt – að ég myndi velja hjartastuðtækið. En áður en undirskriftalistarnir fara af stað enn eina ferðina og síðan þjóðaratkvæða- greiðslan í kjölfarið, um það hvort eigi að leggja niður listamenn – þá langar mig samt að benda kjósendum á að nær allar jákvæðar fréttir (sirka 98,7%) af Íslandi í útlöndum tengjast listum; tónlist, bókmenntum, myndlist, leik- húsi og danslist. Ég veit ekki hversu marga tugi erlendra greina ég hef lesið um íslenskar bókmenntir eftir hrun sem hefjast svo: „Þótt Íslendingar séu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.