Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Side 80

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Side 80
80 TMM 2013 · 4 Þórarinn Leifsson Þvottahúsið í Barselóna Ég veit ekki hvernig katalónska skiptinemanum datt í hug að auglýsa íbúðina sína til leigu í fjöldapósti um miðja nótt. En það svínvirkaði. Ég hímdi hálf slompaður og dofinn yfir tölvunni þegar pósturinn datt inn í hólfið. Ennþá reiður við sjálfan mig fyrir að hafa farið að rífast við Sollu um eitthvað sem skipti engu máli. Og reiður við hana fyrir að gera alltaf svona mikið mál úr öllu. Ég átti afmæli. Ókei, ég drakk kannski einum drykk of mikið en þetta var mitt andskotans afmæli. Þrátt fyrir suðið í tölvunni heyrði ég hana snökta inni í rúmi. Ég snéri mér í hálfhring í skrifstofustólnum og galaði í átt að svefnherberginu: Hlustaðu á þetta, ástin mín! Íbúð í Barselóna í allt sumar! Hvernig líst þér á? Og um leið breyttist allt. Solla gleymdi öllu um rifrildið og að ég væri ömurlegur og tilfinningalega dofinn klámfíkill. Dauðadæmt ellefu mánaða gamalt ástarsamband skransaði aftur á upphafsreit. Það glampaði á skær- græn augun yfir rjóðum kinnum, meira að segja ljósrauðar krullurnar voru hamingjusamar. Það dreymdi alla um Barselóna. Flestir sem við þekktum höfðu ein- hverntímann keypt sér flugmiða suður í sólina, sprangað upp og niður Las Ramblas, dansað trylltan dans á næturklúbbi nálægt Placa Real eða drukkið bleikt freyðivín niðri á strönd í morgunsárið. Þetta kallaðist að lifa lífinu. Solla ljómaði á flugvellinum. Og í flugvélinni. Hún flissaði yfir allt of nærgöngulum spurningum leigubílstjórans og yppti bara öxlum þegar við komumst að því að hann hafði svindlað á okkur. Það er eitthvað mikið að þér ef þú elskar ekki Barselóna. Það leið rúm vika áður en mesti ljóminn fór af endalausum þriggja rétta málsverðum í hádeginu og rölti um þröngar götur gotneska hverfisins. Að tveim vikum liðnum fór að sækja að mér þungur kvíði út af peninga- málum. Ég þurfti samt sem áður að safna kjarki í heilan dag áður en ég lagði í að kanna stöðuna á netbankanum. Hún var verri en ég hafði ímyndað mér. Ég kyngdi sopa af volgum flöskubjór og smellti á yfirlitið. Það var að minnsta kosti auðvelt að átta sig á þessu. Sama hundrað evru upphæðin tekin út úr hraðbanka næstum því á hverjum degi. Helgina á undan höfðu vinahjón
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.