Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 72

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 72
K r i s t í n E i r í k s d ó t t i r 72 TMM 2013 · 4 Þetta er ekki svona einfalt Dáni, sagði hún einhverju sinni þegar Dáni var nýbúinn að láta dæluna ganga um heilaþvott bandarískrar menningar. Heilaþvotturinn fólst í því að láta fórnarlambið telja sig eiga val en berstrípa það síðan öllu og þar með væri skorturinn lítilmagnanum sjálfum að kenna. Ekki svona einfalt? sagði Dáni og kveikti sér í pípunni sem hann hafði fundið í skúffu horfna mannsins og vanið sig á að reykja nýlega – í sparn- aðarskyni. Útskýrðu endilega fyrir mér hvernig þetta er eitthvað flóknara? Ég meina bara að það hlýtur að vera hægt að hugsa um þetta á annan hátt, sagði Æsa. Heimurinn er ekki Hringadróttinssaga, það eru ekki bara kommúnista-hobbitar versus kapítalista-Sauron … Hvað er ameríska heimsveldið annað en Sauron? sagði Dáni kátur. Frábær samlíking hjá þér … Það sem fór kannski mest af öllu í taugarnar á henni voru litlu breytingarnar. Stórkarlalegur tónninn í röddinni var jafnvel verri er alhæfingarnar og svo var eins og sjálf lyktin af honum væri önnur. Píputóbakslyktin var eitt en svo var einsog bæst hefði við undirliggjandi lykt af elli. Henni datt ekki betra orð í hug þegar hún reyndi að útskýra þetta fyrir vinkonu sinni. Hún reyndi að tala við hann einn morguninn þegar hann aldrei þessu vant fór á fætur með henni. Það var vegna þess að hún tók eftir því að hlutirnir sem þau höfðu troðið inn í svefnherbergi voru komnir á stjá um íbúðina. Útskorin mynd af afrískri konu með bala á höfðinu hékk nú yfir símaborð- inu og Gauguin eftirprentunin var komin upp á vegg í stofunni þar sem þau sváfu. Dáni hló bara að henni og sagðist ætla að nota þessa hluti í innsetningu sem átti að fjalla um byltinguna á Kúbu. Afhverju gerirðu ekki frekar verk um Arabíska vorið? spurði Æsa en Dáni lét eins og hann heyrði ekki í henni og brast í ræðu um Che Guevara og Kennedy. Á meðan hann lét móðan mása tróð hann í pípuna og Æsa sá ekki betur en að hann væri orðinn hokinn, eða einhvern veginn minni. Einn daginn, um það bil hálfu ári eftir að þau fluttu inn áttaði Dáni sig á að hann hafði varla horft framan í kærustuna sína í marga daga. Viðfangsefni hans hafði náð honum algerlega á sitt vald, sem hafði gerst svo oft áður, en þá var hún vön að sjá til þess að tengingin á milli þeirra rofnaði ekki. Í þetta skiptið var eins og hún hefði gefist upp. Í þessi fáu skipti sem þau höfðu drukkið kaffi saman eða legið hlið við hlið í rúminu var hún þögul og fjarlæg. Samskiptin voru vinsamleg en yfirborðsleg og hann hafði verið of upptekinn til þess að taka almennilega eftir því. Hann hringdi til hennar í vinnuna og spurði hvort hún kæmi ekki heim í kvöldmat. Hún sagðist hafa ákveðið að hitta vinkonu sína en Dáni lofaði að elda. Hún samþykkti treglega að aflýsa stefnumótinu og koma beina leið heim. Dáni fór í búðina og keypti ýsuflak og kartöflur, gekk svo í Ríkið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.