Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 141

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 141
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2013 · 4 141 Soffía Auður Birgisdóttir Til varnar nátt- úrunni / Gegn verksmiðjuvæð- ingu lífsins Ófeigur Sigurðsson: Landvættir. Skáld- saga. Mál og menning 2013. I Ég er ekki frá því að Skáldsaga um Jón & hans rituðu bréf til barnshafandi konu sinnar þá hann dvaldi í helli yfir vetur & undirbjó komu hennar og nýrra tíma (Mál og menning 2010) eftir Ófeig Sigurðsson sé ein af bestu íslensku skáldsögum frá síðustu árum. Enda hlaut verkið afbragðs dóma og góðar viðtökur þeirra lesenda sem rötuðu á bókina og fyrir hana hlaut höfundur Bókmenntaverðlaun Evrópusambands- ins, fyrstur Íslendinga. Áður hafði Ófeigur sent frá sér sex ljóðabækur og skáldsöguna Áferð (Traktor 2005). Styrkur hans sem höfundar liggur ekki síst í afbragðs tökum á stíl og skapandi meðferð tungumálsins; prósatextar hans bera vitni um frjótt hugarflug sem nýtur sín vel í blöndu af ísmeygilegum húmor og ljóðrænni myndvísi með heimspeki- legu ívafi. Þá dregur það ekki úr gildi verka Ófeigs að á bak við skrif hans skynjar lesandinn brýnt erindi sem er þó aldrei þannig fram reitt að lesandinn upplifi að verið sé að troða ofan í hann skoðunum eða boða einhvern stóra- sannleik. Það var því með nokkurri eft- irvæntingu sem ég hóf lestur Landvætta og stóð verkið að flestu leyti undir mikl- um væntingum mínum. Hugarflugið, frábærlega myndrænn og skemmtilegur stíllinn, leiftrandi húmorinn – hér kryddaður ríkulega með gróteskri íron- íu – tilvistarpælingarnar, brýn erindi; allt er þetta að finna í bókinni sem ein- kennist framar öðru af miklum frásagn- arkrafti og vilja til verksins; enda er um tæplega fimmhundruð blaðsíðna bók að ræða. Þó er sá munur á Landvættum annars vegar og Skáldsögu um Jón hins vegar að síðarnefnda bókin sýnir meiri ögun og – ég leyfi mér að segja – meiri þroska; hún sýnir einfaldlega að þar hefur höfundur betri tök á efnivið sínum en í Landvættum. Það kom mér því ekki á óvart að lesa það í viðtali við Ófeig í Fréttablaðinu að Landvættir er í raun að stofni til eldra verk – og er þar með eftir yngri höfund – þótt það hafi komið út tveimur árum á eftir Skáld- sögu um Jón. Ófeigur skrifaði fyrstu gerð þessarar bókar á árunum 2006– 2008 en fann ekki viljugan útgefanda. Telur hann sjálfur að ástæðan hafi verið að efnið þótti „of suddalegt“ á köflum, í því hafi verið of „mikill sprengikraftur“ og frásögnin átt til „að fara í allar áttir“.1 Ófeigur tók þetta óbirta handrit upp aftur árið 2011 og tókst „að koma sög- unni á réttan kjöl og halda ákveðinni stefnu,“ eins og hann orðar það sjálfur. Mikill sprengikraftur leynist enn í sögu- efni Landvætta og ber síst að lasta það, en á nokkrum köflum er þó eins og höf- undur nái ekki alveg að hemja (og temja) efnið og hleypi því í ýmsar áttir. Vissulega má oft hafa gaman af því skeiði en bókin hefði verið heilsteyptari og þéttari hefði höfundur haldið fastar um tauminn. II Sókrates, sögumaður Landvætta er ungur Reykvíkingur sem hefur flosnað upp úr lögfræðinámi eftir að hafa lent á forsíðu DV ásakaður um kaldrifjaða glæpi sem hann er saklaus af. Aðförin í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.