Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Page 141
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2013 · 4 141
Soffía Auður Birgisdóttir
Til varnar nátt-
úrunni / Gegn
verksmiðjuvæð-
ingu lífsins
Ófeigur Sigurðsson: Landvættir. Skáld-
saga. Mál og menning 2013.
I
Ég er ekki frá því að Skáldsaga um Jón
& hans rituðu bréf til barnshafandi
konu sinnar þá hann dvaldi í helli yfir
vetur & undirbjó komu hennar og nýrra
tíma (Mál og menning 2010) eftir Ófeig
Sigurðsson sé ein af bestu íslensku
skáldsögum frá síðustu árum. Enda
hlaut verkið afbragðs dóma og góðar
viðtökur þeirra lesenda sem rötuðu á
bókina og fyrir hana hlaut höfundur
Bókmenntaverðlaun Evrópusambands-
ins, fyrstur Íslendinga. Áður hafði
Ófeigur sent frá sér sex ljóðabækur og
skáldsöguna Áferð (Traktor 2005).
Styrkur hans sem höfundar liggur ekki
síst í afbragðs tökum á stíl og skapandi
meðferð tungumálsins; prósatextar hans
bera vitni um frjótt hugarflug sem nýtur
sín vel í blöndu af ísmeygilegum húmor
og ljóðrænni myndvísi með heimspeki-
legu ívafi. Þá dregur það ekki úr gildi
verka Ófeigs að á bak við skrif hans
skynjar lesandinn brýnt erindi sem er
þó aldrei þannig fram reitt að lesandinn
upplifi að verið sé að troða ofan í hann
skoðunum eða boða einhvern stóra-
sannleik. Það var því með nokkurri eft-
irvæntingu sem ég hóf lestur Landvætta
og stóð verkið að flestu leyti undir mikl-
um væntingum mínum. Hugarflugið,
frábærlega myndrænn og skemmtilegur
stíllinn, leiftrandi húmorinn – hér
kryddaður ríkulega með gróteskri íron-
íu – tilvistarpælingarnar, brýn erindi;
allt er þetta að finna í bókinni sem ein-
kennist framar öðru af miklum frásagn-
arkrafti og vilja til verksins; enda er um
tæplega fimmhundruð blaðsíðna bók að
ræða. Þó er sá munur á Landvættum
annars vegar og Skáldsögu um Jón hins
vegar að síðarnefnda bókin sýnir meiri
ögun og – ég leyfi mér að segja – meiri
þroska; hún sýnir einfaldlega að þar
hefur höfundur betri tök á efnivið
sínum en í Landvættum. Það kom mér
því ekki á óvart að lesa það í viðtali við
Ófeig í Fréttablaðinu að Landvættir er í
raun að stofni til eldra verk – og er þar
með eftir yngri höfund – þótt það hafi
komið út tveimur árum á eftir Skáld-
sögu um Jón. Ófeigur skrifaði fyrstu
gerð þessarar bókar á árunum 2006–
2008 en fann ekki viljugan útgefanda.
Telur hann sjálfur að ástæðan hafi verið
að efnið þótti „of suddalegt“ á köflum, í
því hafi verið of „mikill sprengikraftur“
og frásögnin átt til „að fara í allar áttir“.1
Ófeigur tók þetta óbirta handrit upp
aftur árið 2011 og tókst „að koma sög-
unni á réttan kjöl og halda ákveðinni
stefnu,“ eins og hann orðar það sjálfur.
Mikill sprengikraftur leynist enn í sögu-
efni Landvætta og ber síst að lasta það,
en á nokkrum köflum er þó eins og höf-
undur nái ekki alveg að hemja (og
temja) efnið og hleypi því í ýmsar áttir.
Vissulega má oft hafa gaman af því
skeiði en bókin hefði verið heilsteyptari
og þéttari hefði höfundur haldið fastar
um tauminn.
II
Sókrates, sögumaður Landvætta er
ungur Reykvíkingur sem hefur flosnað
upp úr lögfræðinámi eftir að hafa lent á
forsíðu DV ásakaður um kaldrifjaða
glæpi sem hann er saklaus af. Aðförin í