Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 54

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 54
H j a l t i H u g a s o n 54 TMM 2013 · 4 2008 má líta svo á að hún hafi sameiginlega lifað kairos, ögurstund, þar sem fátt var fast í hendi og a.m.k. efnahagsleg framtíð einstaklinga og þjóðar í mikilli óvissu. Meðal annarra hugtaka guðfræðinnar sem mjög komu við sögu í um ræð- unni eftir Hrunið eru löstur og dyggð. Með löstum er átt við neikvæð (ill) verk eða jafnvel eiginleika manna sem þó þurfa ekki að vera glæpir eða varða við lög. Dyggðir eru aftur á móti jákvæð (góð) verk eða eiginleikar. Til eru ýmsar upptalningar lasta og dyggða.8 Loks má benda á að guðfræðin býr að heildstæðum túlkunarlíkönum sem notuð eru til að lýsa og greina mannlega tilveru og eiga rætur að rekja til fyrrnefndrar stórsögu Biblíunnar. Meðal þeirra eru þau ferli sem lýst er með orðunum syndafall og afturhvarf. Hið fyrra er notað um það að villast í grundvallaratriðum af leið sem litið er á sem órofa hluta af farsælli mann- legri tilveru. Hið síðarnefnda vísar til róttækrar endurskoðunar á lífsstefnu þegar einhver snýr frá villu síns vegar og leitast að nýju við að stefna að settu marki. Þegar þessum tækjakosti guðfræðinnar eða öðrum svipuðum áhöldum er beitt verður að spyrja þeirrar ágengu spurningar hvar guðfræði sleppi og hvar hrein og klár trú taki við. Það verður með öðrum orðum að láta reyna á hvort lykilhugtök og túlkunarmynstur guðfræðinnar sé alfarið háð trú eða hvort nota megi a.m.k. sum þeirra í algerlega veraldlegri orðræðu og við úrvinnslu veraldlegra viðfangsefna þannig að merkingu hafi fyrir þau sem ekki trúa. Guðfræðin verður í þessu efni líkt og aðrar fræðigreinar að svara þeirri kröfu að vera það sem kallað er intersúbjektív. Með því er átt við að mögulegt sé að ganga inn í guðfræðilega orðræðu og skynja í henni marktækt framlag til greiningar eða lausnar á vanda án þess að nauðsynlegt sé að skrifa upp á þær trúarkenningar sem kunna að búa beint eða óbeint að baki röksemdafærslunni. Hér skal bent á að hugtakið fyrirgefning hefur ekki verið nefnt meðal þeirra lykilhugtaka sem til álita eru talin koma við túlkun og úrvinnslu Hrunsins. Stafar það af því að höfundur lítur ekki svo á að það sé frjótt í því sambandi.9 Lykilsögur Í þessari grein verður ekki stuðst við allan þann tækjakost sem hér hefur verið kynntur til sögunnar heldur verður aðeins staldrað við nokkrar lykil- sögur úr stórsögu hebresku Biblíunnar og síðar iðrunina sem er eitt af lykil- hugtökum guðfræðinnar líkt og þau sem nefnd voru hér að framan. Þær lykilsögur sem hér verða dregnar fram eru sóttar í forsögu og að nokkru leyti sögu Ísraelsmanna hinna fornu. Hér er því í flestum tilvikum um að ræða mýtur sem þjónað hafa því hlutverki að skýra afdrifarík hvörf í sögu þjóðar sem jafnframt er skoðuð sem persónu- eða tákngerfingur alls
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.