Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Síða 31

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Síða 31
„ h a r ð u r k i r k j u b e k k u r“ TMM 2013 · 4 31 Þetta blómstur efst á guðsmanninum minnir óneitanlega á dónalegan hnoðra á tælandi hvítum krónublöðum titrandi af greddu eftir guði Ljóðið hefst á einni líkingu en endar á annarri sem rekur ekki bara tunguna framan í þá fyrri heldur gerir lifandi þrá og kynhvöt að sjálfri forsendu kristninnar, með öðrum orðum einmitt þá hvöt sem kristin kenning hefur löngum lamið með lurk − í sömu mund og biskupar og ýmsir kennimenn hafa leynt og ljóst sýnt henni sóma.16 En samræða orða ljóðsins við sam- tímamenningu, og samtímaviðburði sem lifa í huga lesenda, er margþætt og írónían ískrandi. Um kynhvötina vitnar ekki aðeins trúin á guð heldur kynferðisleg áreitni og kynferðislegt ofbeldi sem dónalegur hnoðri, „titrandi af greddu“ vekur athygli á, þannig að ljóðið sýnir „hina miklu einingu alls“ með því að binda þrá „holds“ og „anda“ í eina líkingu.17 IV Ljóð Halldóru K. Thoroddsen hafa ekki vakið þá athygli sem þau eiga skilið. Þau vitna um efnishyggjumann sem hefur ekki aðeins lagt niður fyrir sér tengsl líkama og hugarstarfs heldur lítur svo á að skáldskapurinn sé skilgetið afkvæmi holdsins og skynjunarinnar og kann að fara þannig með hann að hann orki í krafti þess. Sú sem þetta skrifar þykist að minnsta kosti hafa fundið hvernig „harður kirkjubekkur“ tekur í − og þá reyndar allt frá rassi til hnakka.18 Tilvísanir 1 Halldóra K. Thoroddsen, „Kynjafordómar“, Skólavarðan, Málgagn Kennarasambands Íslands, 4/2004, bls. 5. 2 Sama stað. 3 Bakhtín leit svo á að orð hefðu ekki merkingu í sjálfum sér heldur fengju hana í tilteknu sam- hengi. Samræðan (fyrr „samræðuorðið“) er lykilatriði í verkum hans. Samræða er að skilningi hann meira en samtal manna, eins og bent hefur verið á; sérhvert orð felur í sér mismunandi, sundurgreinandi og oft gagnstæða „talandi“ þætti, sbr. Caryl Emerson, The First Hundred Years of Michail Bakhtin, Princeton: Princeton University Press, 2000 [1997], bls. 36. 4 Thomas Mann, „Vorvort zu Joseph Conrads Roman „Der Geheimagent [The Secret Agent]““ [1926], Reden und Aufsätze 2, Gesammelte Werke 10, Frankfurt am Main 1974: xxx, bls. 651. 5 Sjá Wolfgang Kayser, The Grotesque in Art and Literature, þýð. Ulrich Weisstein, Gloucester, Massachusetts: Indiana University Press,1963, bls. 184−185 (t.d.), og Michail Bakhtin, Rabelais and his World, translated. by Hélène Iswolský, Bloomington: Indiana University Press, 1984, bls. 317−318 (t.d.)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.