Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 115
Á d r e p u r
TMM 2013 · 4 115
eða þrisvar enn þennan sama dag. Ég
reyndi að malda í móinn, ég hefði ekki
haft neinn sérstakan í huga þarna frekar
en í nokkurri annarri lýsingu: „Var
Björgólfur Thor einhverntíma frægur
íþróttamaður?“ spurði ég. En það dugði
ekki, mér var gert ljóst að þetta yrði
aldrei þolað. Ég yrði að skrifa nýja lýs-
ingu á Gunnari.
Menn eru auðvitað viðkvæmir fyrir
svona ritskoðun, og ef þetta hefði verið
skáldsögukafli eða smásaga hefði aldrei
hvarflað að mér að taka við skipunum
frá stórfyrirtæki. En það mátti kannski
líta svo á að þetta væri bara pantað
handverk, og að auki var mér vel við
auglýsingafólkið. Ég fann enga aðferð til
að breyta ferli Gunnars í grundvallar-
atriðum; hugmynd þeirra á Íslandi um
að ég gerði hann að kvótagreifa fannst
mér ekki ganga upp, þeir töpuðu til
dæmis engu í Hruninu, nema síður
væri; gengisfellingarnar gerðu útgerðar-
menn enn auðugri. Þeir eru hinir eilífu
sigurvegarar. Ég féllst hinsvegar á að
breyta orðalagi, sleppa gildishlöðnum
setningum, felldi t.d. niður orðin „þótt
seinna sé deilt um hvort hann hafi þurft
að borga krónu“ (fyrir ríkisbankann).
Og þessi klausa: „og óhemju tapi fyrir
íslenskt samfélag og almenning og
reyndar banka og fyrirtæki um allan
heim; nú er fullyrt að allt hafi hann gert
með svikum og blekkingum.“ Þetta fékk
líka að fjúka. Svona, vægast sagt mjög
mildað, sendi ég þetta heim daginn eftir.
Ég fékk samt á tilfinninguna að þetta
hafi ekki dugað til að „sefa reiði Akkil-
lesar“ – átti raunar eftir að heyra að ekki
hefði gróið um heilt. Og yfirleitt varð ég
ákaflega lítið var við það að verkefnið
væri kynnt á borð við það sem áður var
planað; það var um tíma hægt að finna
það ef að var gáð á heimasíðu Actavis,
en lítið meira. Ég lét mér það raunar í
léttu rúmi liggja; fékk greitt eins og um
hafði verið samið, og var enn sem fyrr
með allan hugann við Sturlu Þórðarson
og 13. öldina. Það var helst að þessa til-
tækis sæi stað í því að vinna Óttars
læknis Guðmundssonar að þessu verk-
efni nýttist honum að því er virtist all-
vel, hann átti eftir að koma í mörg viðtöl
vegna kenninga sinni um bresti og geð-
kvilla fornhetjanna, halda um það fyrir-
lestra og gefa út bók um málefnið. En
það er annar handleggur.