Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 37
E i t u r
TMM 2013 · 4 37
komið með heim úr ferð fyrir 15 árum. Allir hlutir virtust hafa öðlast aukið
mikilvægi.
Daglega hringdu annaðhvort Carol eða Virgie, vanalega um kvöld matar-
leytið, á þeim tíma þegar þær héldu eflaust að einveran væri henni hvað
erfiðust. Hún sagði þeim að það væri allt í lagi með hana, bráðum myndi
hún skríða úr hýðinu. Hún þyrfti bara dálítinn tíma til að hugsa og lesa. Og
borða nóg og sofa.
Og þetta var allt satt nema þetta með lesturinn. Hún sat í stólnum góða
umkringd bókum sem hún opnaði ekki. Hún sem hafði alltaf verið svo
mikill lestrarhestur, það var einmitt ein af ástæðunum fyrir því að Rich sagði
að hún væri rétta konan fyrir sig, hún gat setið og lesið og látið hann í friði.
En núna entist hún ekki lengur en niður hálfa blaðsíðu.
Hún las bækurnar oftar en einu sinni. Karamazov-bræðurnir, The Mill on
the Floss, The Wings of the Dove, Töfrafjallið – þessar bækur las hún aftur og
aftur. Tók kannski eina upp og ætlaði bara að lesa einhverja eina efnisgrein
en gat svo ekki hætt fyrr en hún var búin með allt verkið einn ganginn enn.
Hún las líka nútímabókmenntir. Alltaf skáldsögur. Hún þoldi ekki að heyra
að skáldsagnalestur væri veruleikaflótti. Einu sinni hefði hún getað sagt, og
ekki bara í léttum dúr, að lífið sjálft væri flótti. En þetta var of mikið hjartans
mál til að rífast um það.
Og núna virtist þetta horfið, svo skrýtið sem það var. Ekki bara við
dauða Rich heldur líka með veikindum hennar sjálfrar. Hún hafði haldið að
breytingin væri tímabundin og töframáttur hins ritaða máls næði tökum á
henni aftur þegar hún væri laus við sum lyfin og úr erfiðum meðferðum.
En svo var greinilega ekki.
Stundum reyndi hún að útskýra þetta fyrir ímynduðum yfirheyranda.
„Ég varð of önnum kafin.“
„Þetta segja allir. Önnum kafin við hvað?“
„Við að veita athygli.“
„Veita hverju athygli?“
„Ég meina, að hugsa.“
„Um hvað?“
„Æ, skiptir ekki máli.“
Einn morguninn eftir að hún hafði setið góða stund í stólnum ályktaði
hún að þetta væri heitur dagur. Að hún ætti að standa á fætur og kveikja
á viftunum. Eða hún gæti verið dálítið umhverfisvænni en það og opnað
dyrnar, bæði að framanverðu og bakatil, og leyft golunni, ef einhver var, að
lofta um húsið.
Hún tók úr lás að framan fyrst. Jafnvel áður en hún hafði hleypt örlítilli
morgunbirtu inn um dyrnar varð hún vör við dökka skuggarönd sem afmáði
ljóstýruna.
Ungur maður stóð fyrir utan fordyrið sem var krækt.