Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 67

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 67
H u n d r a ð o g f i m m t í u f e r m e t r a r TMM 2013 · 4 67 ætti sumarbústað sem stæði ónotaður, helst í innan við klukkutímakeyrslu frá Reykjavík. Hún vann í fatabúð við Laugaveg og þyrfti auðvitað að mæta í vinnuna. Dáni var myndlistarmaður. Síðan hann útskrifaðist hafði hann bara ekki fengið nein tækifæri. Æsu fannst hann þurfa að sækjast meira eftir þeim en Dáni fullyrti að með hruninu hefði starfsvettvangur hans endanlega þurrkast út á Íslandi. Í bili kallaði hann atvinnuleysisbæturnar litlu lista- mannalaunin og naut þess að sinna myndlistinni frá morgni til kvölds. Þegar hann kæmi til með að missa réttinn á bótunum gæti hann farið á sjóinn en þangað til vildi hann ekki eyða tímanum í áhyggjur. Hann vann semsagt heima og væri sama þótt þau dagaði uppi í draugabæ á Vestfjörðum. Reyndar hafði hann stundum talað um að þau gætu fundið eyðibýli fyrir vestan og gert það upp í rólegheitunum, eins illa og þeim sýndist, og ræktað jörðina. Henni fannst það yfirleitt góð hugmynd í hálfa mínútu eða þangað til hún mundi hver hún var og að hún kæmi til með að sálast úr leiðindum ef hún fengi aldrei að hitta neinn nema Dána. Tortímast úr leiðindum ef hún þyrfti að horfa á sömu heiðina frá morgni til kvölds og bíða eftir að eitthvað grænt kæmi upp úr mold. Helst vildi hún búa við Bankastrætið, geta lúskrast heim af djamminu hvenær sem var og stokkið síðan út á það aftur. Heyra niðinn af því þegar hún kaus að djamma ekki neitt. Kannski myndi hún drekka minna ef hún heyrði alltaf lætin í fólkinu. Þá hætti henni kannski að líða alltaf svona eins og hún væri að missa af einhverju. Leiguíbúðin var auglýst á bland. Dáni fann hana og hafði samband við eigandann. Hann sagði að íbúðin hefði staðið tóm um nokkurt skeið og að þau mættu koma og skoða hvenær sem væri, hann byggi skammt frá og gæti komið með stuttum fyrirvara. Þau fóru strax og alla leiðina talaði Æsa um hvað Reykjavík væri ömurleg fyrir austan Snorrabraut. Láttu ekki svona, sagði Dáni og fullyrti að Vogahverfið væri mjög gróið og notalegt hverfi. Kannski er garður, bætti hann við og Æsa sagðist glætan nenna að púla í leigðum garði. Þú ert svo mikill eignarhaldsseggur, sagði hann alvarlegur og Æsa sagðist ekki einu sinni vita hvað það þýddi. Að þú hugsar í gróða en ekki í raunverulegum gildum, reyndi hann að útskýra og fljótlega voru þau farin að rífast. Æsa táraðist við tilhugsunina um að Dáni teldi hana vera níska. Vegna þess að það var svo rangt en Dáni var heldur ekki að segja að hún væri nísk. Hann var að segja að hún væri upptekin af eignarhaldi almennt og það er annað en níska. Á endanum þurfti hann samt að endurtaka nokkrum sinnum að Æsa væri örlátasta manneskja sem hann þekkti – sem var líka satt – og þá varð hún aftur glöð, en engu nær um merkingu orðsins eignarhald.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.