Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 127

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 127
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2013 · 4 127 Þorgeir Tryggvason Skrifaðu veröld Pétur Gunnarsson: Íslendingablokk. JPV, 2012 I Klæjar í fingurna að slá orð eins og „veröldin“ og trúa því að það iði allt af lífi eins og gerlar í dauðu kjötstykki? Nei, eins og loftið yfir heilli sinfóníuhljómsveit. (Sagan öll, 52) Einhvernveginn hefur mér alltaf þótt þetta vera Pétur Gunnarsson. Að svona vildi hann að starf rithöfundarins væri – beint samband milli orðanna og myndanna í höfði viðtakandans. Að í sameiningu væru höfundur og lesandi eins og einn af þessum nýju og spenn- andi (og stórhættulegu) þrívíddarprent- urum sem geta endurskapað hluti, óbreytta og milliliðalaust. Þessa hugmynd má finna víðar í verkum hans: Ef þú segir ekki „fugl“ er enginn fugl. (Dýrðin á ásýnd hlutanna, 9) Hin hliðin er svo trúin á að það sé hversdagsleikinn sem eigi að lýsa. Venjulegt fólk, bjástur þess og líf. Hvers- dagshallirnar. Blokkirnar. Sé það sem þar er að finna ekki frásagnarinnar virði, hvað er það þá? Hvers vegna er ekki nógu merkilegt að skoða af öllu afli það sem er? (Dýrðin á ásýnd hlutanna, 17) Að skoða það sem er og segja einfaldlega frá því. Þarna er draumurinn. Auðvitað – blessunarlega – tekur Pétur sjálfur ekki þetta meðal sitt. Hann er einmitt svo ótrúlega flinkur að skrifa yfirtónana. Að varpa ljósi hins sérstaka og goðsagnakennda á hversdaginn, og teikna útlínur þess óvenjulega með glannalegum tengingum við lítilfjörleg- asta bjástur. Í þetta sækja stóru sagna- bálkarnir tveir orku sína og spennu. Þannig gat hann skapað sína stórkost- legu tíðarandalýsingu Reykjavíkur bítla- og hippatímans. Með þessum aðferðum er hægt að ramma Íslandssöguna alla inn í form skáldsögunnar án þess að drekkja okkur í texta, staðreyndum og lýsingum. Svona verður samhengi til. Strax í „Andrabókunum“ varð til tónn þar sem hversdagslíf fólks fékk lyftingu með að því er virtist áreynslu- lausu andríki þar sem óvænt sjónarhorn, snjallar tengingar ólíkra hluta og ljóð- ræn tilfinning skapaði það sem Beryl McAlhone kallaði „A smile in the mind“ í frægri og mikilvægri bók um grafíska hönnun. Pétur er svo sannarlega ekki bara að skrifa „veröldin“ á vegg og vona það besta. II Þegar kvöldar breytist blokkin sem allan daginn hefur staðið steinrunnin og dauðyflisleg í skoðunarvegg þar sem gluggarnir eru sjónvarpsskjáir raðað saman á hlið og upp í loft og eitthvað að gerast í öllum: fólk svífur á milli herbergja, torráðnar hreyfingar á bak við gluggatjöld, leiðslukennd leiklist. (Dýrðin á ásýnd hlutanna, 16–17) Dýrðin á ásýnd hlutanna, sýnisbók úr vasabókum höfundar, kom út 1991. Samkvæmt lokasíðu hóf Pétur að skrifa Íslendingablokk árið 1992 og lauk henni 2012. Það er freistandi að horfa á þessa glósu sem tilurð rammans. En kannski ekki miklu meira en það. Tuttugu ár er langur meðgöngutími. Það er ekki hægt að segja að þess sjáist merki, önnur en þau að formið leyfir Pétri að flétta – eða flétta ekki – saman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.