Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 143

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 143
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2013 · 4 143 urðssonar frá Kaldaðarnesi kom út 1985 undir heitinu Dýrabær). Sú fyrrnefnda er talin hafa knúið fram breytingar á meðferð nautgripa og aðferðum við slátrun og kjötvinnslu sem og haft áhrif til bættra kjara verkamanna í Bandaríkj- unum í upphafi tuttugustu aldarinnar en sú síðarnefnda er þekkt sem allegóría um byltinguna í Rússlandi. Lýsingar Ófeigs á Fleski & síðu hafa ekki að geyma slíka ádeilu. Á svínabúinu á Kjalar nesi ríkir ekki svínræði í anda Orwells og vinnu- staðamórall er þar yfirleitt í lagi og meðal starfsmanna ríkir góður andi eins og hjá samrýndri fjölskyldu. Víða fer höfundur á kostum þegar hann lýsir hinu fjölbreytilega samstarfs- fólki sínu; flestir rækja störf sín af bestu getu þótt ýmsir séu komnir til ára sinna og farið að förlast. Erling kjötiðnaðar- meistari, sem er að nálgast sjötugt, „á heiðurinn af því að koma spægipylsunni á markað hér á landi fyrstur manna“ (21) en hefur orðið áfengi og offitu að bráð og líkist „æ meir stórri skinku […] seigur drifkraftur og prótínmassi; fita, vatn, lím og salt“ (21). Kæfugerðarmað- urinn Þórður er á tíræðisaldri og hefur unnið í fyrirtækinu frá stofnun þess. Hann lætur framleiða kindakæfu sem „er löguð eftir meira en 300 ára gamalli uppskrift sem langamma hans kenndi honum þegar hann var unglingspiltur. Sú sómakona var fædd árið 1820, segir Þórður, og nam hún kindakæfuupp- skriftina hjá ömmu sinni sem lærði hana hjá móður sinni norður á Snjá- fjallaströnd á 17du öld, daginn áður en hún var brennd á báli fyrir galdra, aðsendingar og nornakukl“ (82–83). Þórði er að sjálfsögðu meinilla við allar nýjungar í kæfugerð. Mæðgurnar Mæja og Gígja vinna við pökkunarfæribandið og hafa gert í áratugi (sú eldri 76 ára og sú yngri 61 árs). Þær eru traustir starfs- kraftar sem láta sig hvorki vanta í vinn- una né á lókalpöbbinn – Kjölinn – um helgar. Gígja er þó „uppreisnargjörn“ og á sér þann draum að opna tískuvöru- verslun; „hún ætlar ekki að enda háöldr- uð í verksmiðjunni eins og hún mamma sín“ (315). Margar fleiri skrautlegar persónulýsingar er að finna í þeim köfl- um sem hafa kjötvinnsluna að sögu- sviði. Og eitt á starfsfólkið allt sameigin- legt; það ber óttablandna virðingu fyrir forstjóranum sem „er ávallt fínn og snyrtilega klæddur í jakkafötum, hvítri skyrtu stífðri, silkibindi undir hreinum og vel pressuðum hvítum sloppnum, þá er blár kragi á sloppnum hans sem sýnir að hann er æðsta tign“ (18). Forstjórinn er maður sem hefur brotist af eigin rammleik til mikils auðs og upp í stöðu skattakóngs til margra ára. Hann ekur um á þýskri drossíu og notar eina vistar veru kjötvinnslunnar til að hýsa listasafn sitt sem „er stærsta listasafn í einkaeigu á Norðurlöndum“ (54) og hann kallar Sæhrímni: „Þarna er stærsta einkasafn af Kjarvalsmálverkum sem til er og flest verk eftir meistarann á einum stað, þau hanga enn uppi um veggina og standa í stöflum meðfram veggjunum og lykta eins og jólasteik, mörg hundruð málverk eftir meistarann“ (55). Sókrates er einmitt sérstakur áhugamaður um verk Kjarvals og skreppur hvenær sem færi gefst inn í salinn sem geymir lista- verkin til að skoða verkin – og til þess að „betrumbæta“ óklárað verk meistar- ans sem stendur þar á trönum. III Þótt kjötvinnslan sé aðalsögusvið frá- sagnarinnar liggja þræðir hennar í ýmsar aðrar áttir, inn á aðra staði, yfir í annan tíma. Áhrifamikill kafli segir frá æsku Sókratesar í Breiðholti þar sem hann býr við kröpp kjör á heimili „þar sem aldrei var minnst á bókmenntir, leikhús eða tónlist nema þá í því sniðmáti að skattfé
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.