Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 135

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 135
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2013 · 4 135 að sér gangi vel, að hún sé byrjuð aftur í skóla. Það er henni nefnilega mikilvæg- ara að gefa af sér góða mynd á Íslandi, sem hún getur svo aftur speglað sig í, heldur en að reyna af alvöru að ná þeirri velgengni sem hún þráir Hulda þráir betra líf með hjálp ástar- innar. Allt hennar líf snýst um að fá þá rómantísku ást sem henni finnst hún þó ekki eiga skilið. Jenna þráir ekki ást á sama hátt. Sambönd hennar ganga ekki upp af því að hún vill í rauninni bara samskipti við hitt kynið/maka til þess að spegla þær hliðar sem hún vill sjá hjá sjálfri sér. Karlmaður í sambandi við hana yrði alltaf viðfang, hún er ekki fær um að elska einhvern sem persónu og vill það heldur ekki. Hún vill sviðsetn- inguna, glansmyndina og fullnægja hennar felst í því að sjá sjálfa sig endur- speglast í einhverjum öðrum, viðfang- inu. Hennar persónulega ástarútópía felst því í að sjá sjálfa sig í öðrum. Flest sambönd byrja með því að fólk speglar sig hvort í öðru en þróast svo (vonandi) yfir í að fólk læri að meta hvort annað með kostum og göllum. Ást Jennu kemst aldrei yfir spegilstigið. Lygar Jennu og Huldu koma í veg fyrir að þær geti tekið eðlilegan þátt í lífinu í kringum sig og þær skemma jafnframt út frá sér. Hvorug mæðgnanna er fær um að vera í gagnkvæmu ástarsambandi við aðra manneskju, því orka þeirra fer í að sviðsetja raunveruleikann í annarra augum. Jenna lýgur aðallega til um ytri aðstæður sínar og viðheldur mynstrinu með því að binda dóttur sína, Jackie, órjúfanlega inn í lygavef sinn. Hulda lýgur aftur á móti um sitt innra sálarlíf, hlutverkið sem hún leikur er „konan sem hefur það fínt“. Bókin Hvítfeld sýnir á magnaðan hátt hversu lítill mun- urinn á „ásættanlegum“ og „óásættan- legum“ lygum er í raun og veru og hversu mikil áhrif báðar gerðir lyganna geta haft á sálarlíf fólksins sem upplifir þær. Báðar eru þessar persónur hluti af rannsókn Kristínar Eiríksdóttur á okkar narkissíska samfélagi sem hún sýnir okkur í verulega afhjúpandi ljósi. Heimildir: Althusser, Louis. (1971). Ideology and Ideologi- cal State Apparatuses (Notes towards an inve- stigation). Lenin and Philosophy and Other Essays. New York: Monthly Review Press. Attwood, Tony. (2002). The Profile of Friendship Skills in Asperger’s Syndrome. Jenison Autism Journal, 14 (3). Langford, Joe og Clance, Pauline R. (1993). The impostor phenomenon: Recent research findings regarding dynamics, personality and family patterns and their implications for treatment. Psychotherapy: Theory, Research, Practice, Training, 39 (3), 495–501. Nietzsche, Friedrich. (1993). Um sannleika og lygi í ósiðrænum skilningi. Skírnir, 167 (vor), 15–29. Viera, Fátíma. (2010). The concept of Utopia. Í Claeys, Gregory (ritstj.) The Cambridge Companion to Utopian Literature. Cambridge: Cambridge University Press. Žižec, S. (1999). Courtly Love or Woman as Thing. Í Wright, Elizabeth og Wright Edmund (ritstj.)The Žižec Reader. New York: Blackwell Publishers. Ingi Björn Guðnason Niðurbælt pólitískt öskur Gyrðir Elíasson: Suðurglugginn. Upp- heimar, 2012 Árið 2012 sendi Gyrðir Elíasson frá sér tvær bækur; á vordögum kom ljóðabók- in Hér vex enginn sítrónuviður og um haustið skáldsagan Suðurglugginn sem hér verður í forgrunni. Hvað sem ólíku formi og framsetningu líður er skyld-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.