Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Side 135
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2013 · 4 135
að sér gangi vel, að hún sé byrjuð aftur í
skóla. Það er henni nefnilega mikilvæg-
ara að gefa af sér góða mynd á Íslandi,
sem hún getur svo aftur speglað sig í,
heldur en að reyna af alvöru að ná þeirri
velgengni sem hún þráir
Hulda þráir betra líf með hjálp ástar-
innar. Allt hennar líf snýst um að fá þá
rómantísku ást sem henni finnst hún þó
ekki eiga skilið. Jenna þráir ekki ást á
sama hátt. Sambönd hennar ganga ekki
upp af því að hún vill í rauninni bara
samskipti við hitt kynið/maka til þess
að spegla þær hliðar sem hún vill sjá hjá
sjálfri sér. Karlmaður í sambandi við
hana yrði alltaf viðfang, hún er ekki fær
um að elska einhvern sem persónu og
vill það heldur ekki. Hún vill sviðsetn-
inguna, glansmyndina og fullnægja
hennar felst í því að sjá sjálfa sig endur-
speglast í einhverjum öðrum, viðfang-
inu. Hennar persónulega ástarútópía
felst því í að sjá sjálfa sig í öðrum. Flest
sambönd byrja með því að fólk speglar
sig hvort í öðru en þróast svo (vonandi)
yfir í að fólk læri að meta hvort annað
með kostum og göllum. Ást Jennu kemst
aldrei yfir spegilstigið.
Lygar Jennu og Huldu koma í veg fyrir
að þær geti tekið eðlilegan þátt í lífinu í
kringum sig og þær skemma jafnframt
út frá sér. Hvorug mæðgnanna er fær
um að vera í gagnkvæmu ástarsambandi
við aðra manneskju, því orka þeirra fer í
að sviðsetja raunveruleikann í annarra
augum. Jenna lýgur aðallega til um ytri
aðstæður sínar og viðheldur mynstrinu
með því að binda dóttur sína, Jackie,
órjúfanlega inn í lygavef sinn. Hulda
lýgur aftur á móti um sitt innra sálarlíf,
hlutverkið sem hún leikur er „konan
sem hefur það fínt“. Bókin Hvítfeld
sýnir á magnaðan hátt hversu lítill mun-
urinn á „ásættanlegum“ og „óásættan-
legum“ lygum er í raun og veru og
hversu mikil áhrif báðar gerðir lyganna
geta haft á sálarlíf fólksins sem upplifir
þær. Báðar eru þessar persónur hluti af
rannsókn Kristínar Eiríksdóttur á okkar
narkissíska samfélagi sem hún sýnir
okkur í verulega afhjúpandi ljósi.
Heimildir:
Althusser, Louis. (1971). Ideology and Ideologi-
cal State Apparatuses (Notes towards an inve-
stigation). Lenin and Philosophy and Other
Essays. New York: Monthly Review Press.
Attwood, Tony. (2002). The Profile of Friendship
Skills in Asperger’s Syndrome. Jenison Autism
Journal, 14 (3).
Langford, Joe og Clance, Pauline R. (1993).
The impostor phenomenon: Recent research
findings regarding dynamics, personality and
family patterns and their implications for
treatment. Psychotherapy: Theory, Research,
Practice, Training, 39 (3), 495–501.
Nietzsche, Friedrich. (1993). Um sannleika og
lygi í ósiðrænum skilningi. Skírnir, 167 (vor),
15–29.
Viera, Fátíma. (2010). The concept of Utopia.
Í Claeys, Gregory (ritstj.) The Cambridge
Companion to Utopian Literature. Cambridge:
Cambridge University Press.
Žižec, S. (1999). Courtly Love or Woman as
Thing. Í Wright, Elizabeth og Wright Edmund
(ritstj.)The Žižec Reader. New York: Blackwell
Publishers.
Ingi Björn Guðnason
Niðurbælt
pólitískt öskur
Gyrðir Elíasson: Suðurglugginn. Upp-
heimar, 2012
Árið 2012 sendi Gyrðir Elíasson frá sér
tvær bækur; á vordögum kom ljóðabók-
in Hér vex enginn sítrónuviður og um
haustið skáldsagan Suðurglugginn sem
hér verður í forgrunni. Hvað sem ólíku
formi og framsetningu líður er skyld-