Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Page 39

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Page 39
E i t u r TMM 2013 · 4 39 hræri ég egg og set tómatsósu út á. Viltu það? Ég á líka enskar múffur sem ég gæti sett í ristina.“ „Enskar, írskar, kínverskar – sama er mér.“ Hún braut nokkur egg yfir pönnunni, hrærði í eggjarauðunni með steikingargaffli, skar síðan niður múffuna og setti í brauðristina. Hún náði í disk í skápinn og setti niður fyrir framan hann. Síðan hníf og gaffal úr hnífaparaskúffunni. „Smart diskur“, sagði hann og hélt honum uppi eins og hann vildi spegla sig í honum. En um leið og hún sneri sér aftur að eggjunum á pönnunni heyrði hún diskinn brotna á gólfinu. „Ó, guð minn almáttugur“, sagði hann með nýrri röddu, skrækri og and- styggilegri. „Sjá hvað ég er búinn að gera af mér núna.“ „Þetta er allt í lagi“, sagði hún og vissi að einmitt núna var ekkert í lagi. „Hlýtur að hafa runnið milli fingranna á mér.“ Hún náði í annan disk og hafði hann á bekknum þar til hún væri tilbúin með ristaða múffuna og eggjahræruna með tómatsósuklessu ofan á. Á meðan beygði hann sig niður og tíndi upp brotin. Hann hélt einu brotinu á lofti og sneri oddhvassa hlutanum í áttina að henni. Þegar hún lagði matinn á borðið fyrir framan hann strauk hann brotinu eftir berum handleggnum á sér. Örlitlir blóðdropar spruttu fram, fyrst hver í sínu lagi, síðan mynduðu þeir þráð. „Þetta er allt í lagi,“ sagði hann. „Bara leikur. Ég veit hvernig á að gera þetta í gamni. Ef mér væri alvara þá þyrftum við enga tómatsósu, ha!“ Ennþá lágu nokkur brot á gólfinu sem honum höfðu yfirsést. Hún sneri sér við og ætlaði að ná í kústinn sem var inni í skáp nálægt bakdyrunum. Hann þreif í handlegginn á henni. „Sestu. Þú situr hérna á meðan ég borða“, sagði hann. Hann lyfti blóð- ugum handleggnum og sýndi henni. Síðan gerði hann samloku úr múffunni og eggjunum og hvolfdi í sig í nokkrum bitum. Hann tuggði með opinn munninn. Það sauð á katlinum. „Tepoki í bollann?“ spurði hann. „Já. Eða þetta er reyndar laust te.“ „Þá skaltu ekki hreyfa þig. Ekki vil ég að þú sért nálægt katlinum, er það?“ Hann hellti sjóðandi vatni í bollann. „Lítur út eins og hey. Áttu ekkert annað?“ „Nei, mér þykir það leitt.“ „Ekki vera að afsaka þig. Ef þú átt ekkert annað þá áttu ekkert annað. Þú trúðir því aldrei að ég hefði komið hingað til að líta á rafmagnið, var það nokkuð?“ „Jú, reyndar,“ sagði Nita. „Ég trúði því.“ „En þú trúir því ekki núna.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.