Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 94

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 94
Ó m a r Va l d i m a r s s o n 94 TMM 2013 · 4 af Kim Il-sung, konu hans frú Kim Jong-suk og syni þeirra Kim Jong-il. Þessar myndir eru jafnan á besta veggnum í hverri íbúð eða skrifstofu. Ekk- ert annað má vera á þeim vegg og rammarnir eru þannig sniðnir að feðg- arnir horfa niður í stofuna eða skrifstofuna og fylgjast þannig með að ofan. Eftir morgunverð gengur móðirin með dóttur sína í skólann og á leiðinni syngja þær saman ættjarðarsöng þar sem kemur fyrir þessi hending: „Okkar voldugi alþýðuher skekur bæði himin og jörð / aumu amerísku rakkarnir leggjast á hnén og biðja sér griða.“ Fáir bílar sjást á götunum, aðeins gangandi vegfarendur og einstaka maður á reiðhjóli. Á gönguleið mæðgnanna sjást þrjú stór veggspjöld á götu, tvö sem sýna einbeitta norður-kóreska hermenn reiðubúna til orrustu og það þriðja sem sýnir stóran amerískan hermann engjast á kóreskum byssusting. Þetta er allt í samræmi við hugmyndafræðina sem Kim Il-sung skóp og setti þjóð sinni fyrir. Juche-kenningin gerir stjórnvöldum kleift að stilla Kim Il-sung upp sem stórfenglegum hugsuði og hengja merkimiðann „juche“ á hvaðeina sem um leið kemur í veg fyrir að stefnan sé gagnrýnd á nokkurn hátt. Að sama skapi er þessi stefna til þess fallin að fela hina raunverulegu hugmyndafræði fyrir útlendingum. Umheiminum er nefnilega ekki ætlað að skynja raunveruleikann sem felst í afar harðskeyttu útlendingahatri og einangrunar- og þjóðernishyggju er byggir að verulegu leyti á fasískum hug- myndum úr japönskum goðsögnum. Nei, það sem maður sér er þunglamaleg, ríkisrekin þjóðernishyggja – sögð byggð á húmanískum grundvallarreglum – og sú furðulega meinloka sem felst í kjarna juche: Að þessari yfirburðaþjóð nægi kenningar yfirburðaleiðtoga sinna um fullveldi og eigin getu til allra hluta. Blómin þurfa sólskin Í áðurnefndri heimildamynd Fleurys má síðan sjá skólabörn hneigja sig djúpt fyrir stórri mynd af Kim fyrsta (sem er umvafinn glaðlegum og skýreygum börnum) á leið inn í skólann. Fyrsti tími dagsins hefst á því að kennarinn spilar af segulbandi þema dagsins: „Blóm þurfa á sólskini að halda til að blómstra og börnin í landi okkar hafa sömu þörf fyrir kærleika okkar mikla hershöfðingja, Kim Jong-il, til að vaxa og þroskast.“ Á meðan dóttirin er í skólanum heldur móðir hennar til vinnu á sauma- stofu þar sem búnar eru til yfirhafnir. Yfirmaðurinn tilkynnir að verk- smiðjunni hafi verið settur 150 úlpu kvóti fyrir daginn í dag – jafnvel þótt saumaðar hafi verið færri en 100 úlpur í gær. Konurnar (sjáanlegir karlar virðast allir vera einhverskonar yfirmenn) eru varla sestar við saumavélarnar þegar rafmagnið fer af. Sumar taka upp bækur til að lesa, aðrar snúa sér að sessunaut sínum til að spjalla um daginn og veginn. Í öðrum sal hefur framkvæmdastjórinn kallað til fundar þar sem hann segir að rafmagnsleysið sé að kenna kverkataki Bandaríkjanna og marga ára náttúruhamförum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.