Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 121

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 121
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2013 · 4 121 Bautasteinn Borgesar Það er við hæfi að tímaritröðin hefjist á bók sem um margt er óhefðbundin, einskonar blanda af skáldskap og fræði- mennsku. Jón Hallur Stefánsson er ljóð- skáld, músíkant, útvarpsmaður og nú síðast kunnur fyrir glæpasögur, enda hefst bókin á því: hann er staddur í Genf sem glæpasagnahöfundur, í félagi við fleiri slíka. Hópurinn fer í pílagrímsferð að leiði argentínska höfundarins Jorge Luis Borges, sem er semsagt jarðaður í Genf.1 „Legsteinn Borgesar er hrjúfur, óslípaður hnullungur“, segir Jón Hallur, „bautasteinn frekar en legsteinn að kristinni hefð, enda skreyttur myndefni og orðum ættuðum úr norrænni heiðni“.2 Þessi norræna tenging er svo aðaluppistaða bókarinnar, en Jón Hallur les legsteininn, tengir hann sögu og verkum Borgesar, með sérstakri áherslu á ástarsambönd hans og hjónaband á gamals aldri. Þetta er skemmtilegur útgangspunkt- ur og vel við hæfi fyrir höfund sem ein- mitt sérhæfði sig í óvenjulegum sögum sem minna á babúskur eða kínversk box, gangstíga sem greinast, speglasali; líkingarnar sem grípa má til eru margar, en fæstar þó nægilega lýsandi. „Sand- bókin“ er um bók sem inniheldur allan heiminn og „Fána speglanna“ um heilan heim sem fangaður hefur verið í spegli, fyrrnefndu söguna ræðir Jón Hallur. Báðar eru lýsandi fyrir helstu einkenni verka Borgesar. Jón Hallur leikur sér að því að taka upp þræði úr heimsmynd ritverka Borgesar og heimfæra þá yfir á bautasteininn, sem hann kýs að „líta á […] sem hans hinsta verk, framlag hans til bókmenntahefðar, grafskriftarinn- ar“.3 Í ljósi þess að legsteinninn er einnig skreyttur myndum finnst mér kannski óþarflega afmarkandi að tala einungis um bókmenntahefð í þessu samhengi, ekki síst þegar til þess er tekið að Jón Hallur fjallar ekki aðeins um steininn sjálfan heldur staðsetningu hans og tengsl við önnur leiði, nánar tiltekið leiði vændiskonunnar Gríshildar. En allt um það, margt forvitnilegt kemur fram á þessu ferðalagi um táknheima. Á viss- an hátt felur verkið í sér samantekt á tengslum Borgesar við Ísland og íslensk fornrit, sérstaklega Eddu-kvæðin, en Jón Hallur eyðir heilmiklu púðri í það að fjalla um Sigurð Fáfnisbana og drama- tísk samskipti hans við valkyrjuna Brynhildi og eiginkonuna Guðrúnu. Ferðin felur því í sér margskonar fléttur í tíma og rúmi og verkið í heild gott dæmi um þá einföldu staðreynd að allt umhverfi okkar er hlaðið margvíslegri merkingu (þó kannski ekki eins svaka- lega hlaðið og bautasteinn Borgesar) sem full ástæða er til að gefa gaum, lesa sig í gegnum; og ná þannig að gleðja gráma hversdagsleikans. Bréf frá borg dulbúinna storma Sigurbjörg Þrastardóttir er löngu búin að skipa sér í f lokk okkar allrabestu ljóðskálda og ljóðabókin Bréf frá borg dulbúinna storma gerir ekkert annað en staðfesta það. Bréfið er samfelldur ljóða- bálkur, eins og tvær síðustu bækur Sig- urbjargar, og fjallar um sorg, ef marka má lokaorðin: þetta er, elsku andvinur, bréf frá borg dulbúinna storma rifrildi um sorg4 Hver andvinurinn er eða viðtakandi bréfsins er ekki alveg ljóst, né hvort hann sé einn eða margur, en hann skiptir ört um nafn, enda játar bréfritar- inn í upphafi að hún muni illa nöfn. Á stundum er hann einskonar elskhugi, en gæti líka verið bara vinur eða bróðir. Mögulega er þetta tónlistarmaður sem bréfritari þekkir alls ekki persónulega,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.