Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 145

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 145
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2013 · 4 145 IV Halda má fram að erindi höfundar Landvætta sé brýnast þegar kemur að því deiluefni sem hvað helst náð hefur að kljúfa íslenska þjóð í tvær andstæðar fylkingar á undanförnum árum og snertir nýtingu og verndun íslenskrar náttúru. Það kemur því ekki á óvart að táknmynd hins illa afls sem stríðir á móti íslenskri náttúru er Álverið í Straumsvík. Lýsingin á álverinu er ein af gróteskari (suddalegri) lýsingum bókar- innar og kannski er eitraðasta setning bókarinnar einmitt þessi: „Reykjavík er römmuð inn með álverum og svínabú- um í réttu samhengi við innihaldið“ (168). Álverinu er lýst sem eyðandi nátt- úruafli eins og eftirfarandi texti sýnir: Yfir Álverinu í Straumsvík og umhverfi þess grúfa statt og stöðugt kolamyrk ský er úr fellur svart duft í hrönnum; þá rign- ir súru svo allt verður að brennandi eðju, blása þar einatt eitraðir vindar svíðandi holdið og gengur á með þrumuveðrum og blossandi eldi og eimyrju svo ekki vex stingandi strá nokkursstaðar í kring nema banvænt öllu lífi; þar er hver dagur niðdimmur sem nótt með linnulausum sorta og brennisteins úrhelli, á meðan heiðbjart og gróðursælt og heilnæmt er annarsstaðar. Gengur þetta ólyfjans mistur á land fram sem á haf út, spill- andi öllu lífi og eirir engu kviku í stórum radíus (168–169). Þessi texti minnir líka mjög á lýsingar sama höfundar á Kötlugosinu í Skáld- sögu um Jón sem undirstrikar enn eyð- ingaraflið sem að verki er í álverinu þótt hin eiturklára forstýra þess, Rut Ragn- alz, kunni vel að dulbúa þá staðreynd: „Það er sér deild innan fyrirtækisins með það markmið að dreifa athyglinni frá slysum, sjúkdómum, mengun og dauðsföllum, og sendir daglega áróður á fjölmiðla og setur upp flennistórar aug- lýsingar með sjálfshóli og blekkingum“ (173). Í álverinu vinnur annar sambýl- ingur sögumanns, Atli, kraftalegur bóndasonur úr Skaftafellssýslu, sem þrælar sér út á löngum álversvöktum á milli þess sem hann dettur í það með félögum sínum og gamnar sér með spá- konunni litríku, Söndru Bang. Og Atli er sannur fulltrúi þeirra sem trúa á fyr- irtækið og réttlæta fórnir á íslenskri náttúru í þess þágu – og annarra slíkra – og hann hvetur Sókrates að ganga í liðið: Atli trúir fyrirtækinu í blindni, honum þykir sannað að þetta sé besti vinnustað- ur landsins og hann sé heppinn að vera með í teyminu; að álverið hugsi mest um náttúru Íslands og hagsæld landsmanna, það greiðir fyrir skýrslur og rannsóknir, og þú hefur ekki séð nýja lyftingasalinn, segir Atli, allir eru í fantaformi, fjöldinn allur af nýtísku þrekhjólum, allt fyrir vellíðan starfsfólksins, hollustufæði í mötuneytinu, svo er þarna bókasafn, það er nú eitthvað fyrir þig, segir Atli, starfsmenn álversins hafa stofnað rokk- hljómsveitina Kerskálann, allir þekkja slagarann Álið er málið! og það vantar bassaleikara, segir Atli, og að ég ætti að sækja um vinnu þarna og komast í hljómsveitina, það er ekkert mál að læra á bassa, segir Atli, þarna er billjardborð og borðtennisborð, starfsfólk fær líka afslátt á golfvöll Hafnarfjarðar, þarna er kynjajöfnuður, allir eru glaðir … hvað hefurðu eiginlega á móti þessu!? klykkir Atli hneykslaður út að lokum. (173–174) Víða beitir Ófeigur karnívalískum stíl í texta Landvætta og er eftirfarandi texti líklega besta dæmið þar sem hvergi er dregið af í þeim leik: Sögur eru á kreiki um að ýmislegt mis- jafnt gangi á í þessari stóriðjumartröð og heljarholu okkar ógæfusömu eyju, enda hefur pólitíska stefnan verið vakin upp úr gráðugri gröf með stjórnmálalegum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.