Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Page 145
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2013 · 4 145
IV
Halda má fram að erindi höfundar
Landvætta sé brýnast þegar kemur að
því deiluefni sem hvað helst náð hefur
að kljúfa íslenska þjóð í tvær andstæðar
fylkingar á undanförnum árum og
snertir nýtingu og verndun íslenskrar
náttúru. Það kemur því ekki á óvart að
táknmynd hins illa afls sem stríðir á
móti íslenskri náttúru er Álverið í
Straumsvík. Lýsingin á álverinu er ein af
gróteskari (suddalegri) lýsingum bókar-
innar og kannski er eitraðasta setning
bókarinnar einmitt þessi: „Reykjavík er
römmuð inn með álverum og svínabú-
um í réttu samhengi við innihaldið“
(168). Álverinu er lýst sem eyðandi nátt-
úruafli eins og eftirfarandi texti sýnir:
Yfir Álverinu í Straumsvík og umhverfi
þess grúfa statt og stöðugt kolamyrk ský
er úr fellur svart duft í hrönnum; þá rign-
ir súru svo allt verður að brennandi eðju,
blása þar einatt eitraðir vindar svíðandi
holdið og gengur á með þrumuveðrum
og blossandi eldi og eimyrju svo ekki
vex stingandi strá nokkursstaðar í kring
nema banvænt öllu lífi; þar er hver dagur
niðdimmur sem nótt með linnulausum
sorta og brennisteins úrhelli, á meðan
heiðbjart og gróðursælt og heilnæmt
er annarsstaðar. Gengur þetta ólyfjans
mistur á land fram sem á haf út, spill-
andi öllu lífi og eirir engu kviku í stórum
radíus (168–169).
Þessi texti minnir líka mjög á lýsingar
sama höfundar á Kötlugosinu í Skáld-
sögu um Jón sem undirstrikar enn eyð-
ingaraflið sem að verki er í álverinu þótt
hin eiturklára forstýra þess, Rut Ragn-
alz, kunni vel að dulbúa þá staðreynd:
„Það er sér deild innan fyrirtækisins
með það markmið að dreifa athyglinni
frá slysum, sjúkdómum, mengun og
dauðsföllum, og sendir daglega áróður á
fjölmiðla og setur upp flennistórar aug-
lýsingar með sjálfshóli og blekkingum“
(173). Í álverinu vinnur annar sambýl-
ingur sögumanns, Atli, kraftalegur
bóndasonur úr Skaftafellssýslu, sem
þrælar sér út á löngum álversvöktum á
milli þess sem hann dettur í það með
félögum sínum og gamnar sér með spá-
konunni litríku, Söndru Bang. Og Atli
er sannur fulltrúi þeirra sem trúa á fyr-
irtækið og réttlæta fórnir á íslenskri
náttúru í þess þágu – og annarra slíkra
– og hann hvetur Sókrates að ganga í
liðið:
Atli trúir fyrirtækinu í blindni, honum
þykir sannað að þetta sé besti vinnustað-
ur landsins og hann sé heppinn að vera
með í teyminu; að álverið hugsi mest um
náttúru Íslands og hagsæld landsmanna,
það greiðir fyrir skýrslur og rannsóknir,
og þú hefur ekki séð nýja lyftingasalinn,
segir Atli, allir eru í fantaformi, fjöldinn
allur af nýtísku þrekhjólum, allt fyrir
vellíðan starfsfólksins, hollustufæði í
mötuneytinu, svo er þarna bókasafn,
það er nú eitthvað fyrir þig, segir Atli,
starfsmenn álversins hafa stofnað rokk-
hljómsveitina Kerskálann, allir þekkja
slagarann Álið er málið! og það vantar
bassaleikara, segir Atli, og að ég ætti
að sækja um vinnu þarna og komast í
hljómsveitina, það er ekkert mál að læra
á bassa, segir Atli, þarna er billjardborð
og borðtennisborð, starfsfólk fær líka
afslátt á golfvöll Hafnarfjarðar, þarna er
kynjajöfnuður, allir eru glaðir … hvað
hefurðu eiginlega á móti þessu!? klykkir
Atli hneykslaður út að lokum. (173–174)
Víða beitir Ófeigur karnívalískum stíl í
texta Landvætta og er eftirfarandi texti
líklega besta dæmið þar sem hvergi er
dregið af í þeim leik:
Sögur eru á kreiki um að ýmislegt mis-
jafnt gangi á í þessari stóriðjumartröð og
heljarholu okkar ógæfusömu eyju, enda
hefur pólitíska stefnan verið vakin upp
úr gráðugri gröf með stjórnmálalegum