Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 92

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 92
Ó m a r Va l d i m a r s s o n 92 TMM 2013 · 4 umtalsverðum fjölda útlendinga. Þessa sér enn stað í Norður-Kóreu, þar eru útlendingar mjög tortryggðir og þeir einangraðir á allan hátt. Það er því mjög erfitt fyrir aðkomumenn að átta sig á þankagangi heima- manna og aðstæðum þeirra. Engin dæmi þekki ég um að útlendingum hafi verið boðið heim til norður-kóreskra samstarfsmanna. Í einni heimsókn minni var farið með okkur til konu á samyrkjubúi í Norður-Hwanghae hér- aði til að heyra lýsingar hennar á matarskorti og veikindum sem af honum leiddi, ekki síst af því að borða svokallað matarígildi (substitute food) sem var mulinn trjábörkur, kornhýði og gras, mótað í grófar kökur. Flestir fengu alvarlega í magann af þessu og lái þeim hver sem vill. Ég tók myndir af þessari konu og skrifaði hjá mér lýsingar hennar. Þegar ég kom aftur til Kuala Lumpur, þar sem ég hafði aðsetur á þessum tíma, fór ég í gegnum myndasafnið sem þar var til – og rakst fljótlega á mynd af norður-kóreskri konu sem kom mér kunnuglega fyrir sjónir. Við nánari athugun kom í ljós að forveri minn í starfi, sem einnig hafði farið í efnisöflunarferð til Norður- Kóreu, hafði hitt þessa sömu konu og tekið af henni samskonar mynd. Hún virðist hafa verið í því hlutverki að taka á móti útlendum gestum og segja sögu sína, einskonar Bágstödd kona nr. 1. Fleiri dæmi eru um einangrun útlendinga. Michael Harrold heitir Breti sem réð sig til vinnu við þýðingar hjá ríkisstofnun í Pyongyang og endaði með því að vera tæp sjö ár í Norður-Kóreu. Hann skrifaði þokkalega bók um reynslu sína 2004, Comrades and strangers – behind the closed doors of North Korea, þar sem hann segir að sér hafi alla tíð verið haldið utan við raunveru- leika gistilandsins: Ég lærði tungumálið upp að vissu marki og átti mína vini en samt gat ég varla klórað í yfirborðið eða skilið hvernig fólk hugsaði í raun og veru. Þetta átti sér einfaldar skýringar. Í fyrsta lagi bjó ég við stöðugt eftirlit og takmarkanir á ferðafrelsi sem kom í veg fyrir að ég gæti kynnst venjulegu fólki. Á hinn bóginn voru það forrétt- indi, sem heimamenn vildu ekki glata, að fá að umgangast útlendinga […] Í landi þar sem það eru forréttindi að fá að búa í höfuðborginni eru allir mjög varkárir til orðs og æðis, ekki síst um samskipti við útlendinga. Útkoman er landlæg þráhyggju- hugsun um að sýna sjálfa sig og land sitt sem gallalaust. Áróðurinn verður hluti af daglegu lífi. Smám saman fór ég að þekkja til þeirra manna sem ég hafði mest samskipti við í heimsóknum mínum. Sumir voru ágætlega spjallglaðir – en aðeins um sumt. Einhverju sinni vorum við að aka um Pyongyang þegar ég sá vopnaða verði við hlið inn í íbúða- eða skrifstofuhverfi. Einhver Vesturlandabúinn hafði sagt mér að þarna byggi elítan. Ég spurði leiðsögumanninn hvað þetta væri. Hann hugsaði sig svolítið um og svaraði svo: – Þetta er hús. – Já, ég sé það. Hver býr þarna, eru það einhverjir hátt settir í flokknum? Hann hugsaði sig aftur um áður en hann sagði: „Why not?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.