Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Síða 92
Ó m a r Va l d i m a r s s o n
92 TMM 2013 · 4
umtalsverðum fjölda útlendinga. Þessa sér enn stað í Norður-Kóreu, þar eru
útlendingar mjög tortryggðir og þeir einangraðir á allan hátt.
Það er því mjög erfitt fyrir aðkomumenn að átta sig á þankagangi heima-
manna og aðstæðum þeirra. Engin dæmi þekki ég um að útlendingum hafi
verið boðið heim til norður-kóreskra samstarfsmanna. Í einni heimsókn
minni var farið með okkur til konu á samyrkjubúi í Norður-Hwanghae hér-
aði til að heyra lýsingar hennar á matarskorti og veikindum sem af honum
leiddi, ekki síst af því að borða svokallað matarígildi (substitute food) sem
var mulinn trjábörkur, kornhýði og gras, mótað í grófar kökur. Flestir
fengu alvarlega í magann af þessu og lái þeim hver sem vill. Ég tók myndir
af þessari konu og skrifaði hjá mér lýsingar hennar. Þegar ég kom aftur til
Kuala Lumpur, þar sem ég hafði aðsetur á þessum tíma, fór ég í gegnum
myndasafnið sem þar var til – og rakst fljótlega á mynd af norður-kóreskri
konu sem kom mér kunnuglega fyrir sjónir. Við nánari athugun kom í ljós
að forveri minn í starfi, sem einnig hafði farið í efnisöflunarferð til Norður-
Kóreu, hafði hitt þessa sömu konu og tekið af henni samskonar mynd. Hún
virðist hafa verið í því hlutverki að taka á móti útlendum gestum og segja
sögu sína, einskonar Bágstödd kona nr. 1.
Fleiri dæmi eru um einangrun útlendinga. Michael Harrold heitir Breti
sem réð sig til vinnu við þýðingar hjá ríkisstofnun í Pyongyang og endaði
með því að vera tæp sjö ár í Norður-Kóreu. Hann skrifaði þokkalega bók um
reynslu sína 2004, Comrades and strangers – behind the closed doors of North
Korea, þar sem hann segir að sér hafi alla tíð verið haldið utan við raunveru-
leika gistilandsins:
Ég lærði tungumálið upp að vissu marki og átti mína vini en samt gat ég varla klórað
í yfirborðið eða skilið hvernig fólk hugsaði í raun og veru. Þetta átti sér einfaldar
skýringar. Í fyrsta lagi bjó ég við stöðugt eftirlit og takmarkanir á ferðafrelsi sem
kom í veg fyrir að ég gæti kynnst venjulegu fólki. Á hinn bóginn voru það forrétt-
indi, sem heimamenn vildu ekki glata, að fá að umgangast útlendinga […] Í landi
þar sem það eru forréttindi að fá að búa í höfuðborginni eru allir mjög varkárir til
orðs og æðis, ekki síst um samskipti við útlendinga. Útkoman er landlæg þráhyggju-
hugsun um að sýna sjálfa sig og land sitt sem gallalaust. Áróðurinn verður hluti af
daglegu lífi.
Smám saman fór ég að þekkja til þeirra manna sem ég hafði mest samskipti
við í heimsóknum mínum. Sumir voru ágætlega spjallglaðir – en aðeins um
sumt. Einhverju sinni vorum við að aka um Pyongyang þegar ég sá vopnaða
verði við hlið inn í íbúða- eða skrifstofuhverfi. Einhver Vesturlandabúinn
hafði sagt mér að þarna byggi elítan. Ég spurði leiðsögumanninn hvað þetta
væri. Hann hugsaði sig svolítið um og svaraði svo:
– Þetta er hús.
– Já, ég sé það. Hver býr þarna, eru það einhverjir hátt settir í flokknum?
Hann hugsaði sig aftur um áður en hann sagði: „Why not?“