Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Síða 89

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Síða 89
N o r ð u r - K ó r e a : Í u n a ð s b a ð i h i n n a r f ö ð u r l e g u e l s k u TMM 2013 · 4 89 Breyttir tímar Kórea var sjálfstætt konungsríki um margra alda skeið fram á síðari hluta nítjándu aldar er það færðist undir áhrifasvæði Japana. Árið 1910 lögðu Japanir Kóreuskagann undir sig með harðfylgi. Þótt vegir væru lagðir og samgöngur bættar sættu íbúarnir almennt harðræði. Útflutningur á kóreskum matvælum til Japans leiddi til matarskorts í nýlendunni. Þrælkunarvinna varð daglegt brauð og öll andstaða við nýlenduveldið var barin niður af mikilli hörku. Í lok fjórða áratugar síðustu aldar hafði verið tekið fyrir kennslu á kóresku og kóreskri sögu: Japanir ætluðu sér að þurrka út þjóðarvitundina. Tugþúsundir kóreskra karlmanna voru sjanghæjaðir í japanska herinn. Nokkrum dögum eftir uppgjöf Japana í ágúst 1945 birtust sovéskar hersveitir í norðurhluta Kóreu en fyrir sunnan var í raun bandarísk herstjórn. Landinu var þar með skipt í tvö aðskilin hernumin svæði. Bjartsýnin eftir lok heimsstyrjaldarinnar vék fljótlega fyrir gagnkvæmu vantrausti og tortryggni Kalda stríðsins og landshlutarnir fóru hvor í sína áttina, suðurhlutinn varð kapítalískur að amerískum hætti, norðurhlutinn fylgdi Sovétríkjunum að málum og þróaðist samkvæmt því. Endursam- eining landshlutanna í eitt ríki varð smám saman ómöguleg og 1948 varð forsætisráðherra Kim Il-sung, sem hafði getið sér orðs í baráttu sovéskra herja gegn japönsku nýlendustjórninni og komist til æðstu metorða í norður- kóreska kommúnistaflokknum. Sovétmenn studdu Kim með miklum vopnasendingum og 1950 taldi hann sig vera færan um að hrekja Ameríkana á brott, frelsa suðurhlutann undan oki heimsvaldasinnanna og sameina landshlutana tvo með herafli. Fyrstu daga innrásarinnar að norðan var allt útlit fyrir að Kim tækist ætlunarverk sitt en þá voru bandarískir og breskir hermenn sendir á vettvang undir fána Sameinuðu þjóðanna. Fyrr en varði var hafið óvenju heiftarfullt stríð (í raun á milli stórveldanna tveggja) sem kostaði allt að fjórar milljónir manna lífið áður en yfir lauk. Stríðið stóð í fjögur ár en endaði í pattstöðu, vopnahléi fremur en friðarsamningum, og svo er enn, sextíu árum síðar. Hvergi í heiminum er meiri vígbúnað að finna en á landamærum kóresku ríkjanna tveggja. Norðanmenn eru með ríflega milljón manna undir vopnum og Suður-Kórea um 600 þúsund og hátt í þriggja milljón manna vel þjálfað varalið, auk nærri 30 þúsund bandarískra hermanna. Talið er að um fjórðungur vergrar landsframleiðslu Pyongyang-stjórnarinnar fari í að halda hernum mettum og þjálfuðum. Það er þó ekki þar með sagt að herinn sé að sama skapi öflugur – hann er talinn vera heldur illa vopnum búinn og hann skortir bardagareynslu enda fer mikill tími í pólitíska innrætingu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.