Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 7

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 7
M a r g r a h e i m a s ý n TMM 2013 · 4 7 ekki endilega í sagnfræðilegum staðreyndum. Nú á dögum hlýtur gildi þeirra fyrst og fremst að liggja í frásagnarlistinni. Það má vera að menn séu hættir að trúa á þær sem heilagan sannleik en það fellur aldrei skuggi á þá miklu skáldskaparlist sem sögurnar geyma. Hún er hrein og svikalaus. Fyrir okkur sem skrifum á íslensku og vinnum með íslenskt mál er ekki ónýtt að eiga slíkan bakhjarl þegar við þurfum að minna okkur á góðan stíl og ómengaða frásagnargleði. Höfundar sagnanna kunnu að greina frá atburðum og segja frá á þann hátt að við sem sinnum ritstörfum í dag erum ennþá að læra af þeim. Í þeim leynist sú skáldskaparlist sem engin ritlistar- námskeið geta skákað. Þær kenna okkur að fara sparlega með orðin og að hvert orð skiptir máli og að ein vel samin setning getur geymt í sér meiri sannleika en finna má í þykkum bókum. Þær kenna okkur að tyggja ekki hlutina ofan í lesandann heldur segja frá því sem máli skiptir og halda áfram með söguna og gæta þess að fara ekki út í langorðar predikanir. Þær eru eins fjölbreytilegar og þær eru margar. Sumar eru hetjusögur og sumar hreinar og beinar glæpasögur (í Gísla sögu Súrssonar gengur fjöldamorðingi laus sem drepur alla sem sofa hjá systur hans!) en fyrst og fremst eru þær skemmti- legar frásagnir með líflegri persónusköpun, spennandi sviðsetningum og samtölum og tilsvörum sem ennþá lifa í því sem við segjum og gerum. Þær eru ástarsögur og hefndarsögur og fjölskyldusögur og sögur um svik og vígaferli með ofsafengnum bardagalýsingum og ólíkt því sem nú tíðkast voru höfundar þeirra óhræddir við að gera skúrkana að hetjum. Höfundar þeirra kunnu einnig að notfæra sér list hins ósagða. Að notfæra sér þögnina sem allur góður skáldskapur hvílir á. Það sem gefið er í skyn en aldrei sagt berum orðum. Þeir skilja eftir spurningar sem við þurfum sjálf að leysa úr vegna þess að textinn fyrir augum okkar segir aðeins hálfa sögu, tælir lesandann áfram og skilur eftir með sitt eigið hyggjuvit og innsæi og ímyndunarafl til þess að ráða í orðin. Við erum enn í dag að reyna að leysa úr þeim. Tilsvörin og orðheppnin hafa lifað með þjóðinni. Nú þykir upphefð í því að kallast frasasmiður og vera frasakóngur, ef ég skil það rétt. Gaman er að benda á að hvergi er að finna meiri og betri frasasmiði en sagnahöfundana gömlu. Við, sem höfum fengið það hlutverk í hendur undanfarin ár, með vaxandi útgáfu á íslenskum bókum erlendis, að standa fyrir svörum um íslenskar bókmenntir, kynna þær erlendum lesendum og tala um þær á bókamessum og í fjölmiðlum, erum einatt spurð um þennan mikla bókmenntaáhuga sem sagt er að ríki hér uppi á Íslandi. Um alla þessa gríðarlegu bókaútgáfu sem hér er stunduð. Hvernig við getum gefið út átta hundruð nýja bókatitla á hverju ári. Um allan þann mikla lestraráhuga sem hlýtur að knýja þessa ógnar vél áfram. Um alla þá sem skrifa þessar bækur. Af hverju eru svona margir rithöfundar og skáld og tónlistarmenn og kvikmyndagerðarmenn og myndlistarmenn og allskonar listamenn í þessu litla landi? Af hverju fær þetta fólk sér ekki bara vinnu? Og maður veit ekkert hvað maður á að segja vegna þess að frá okkar sjónarhóli er þetta sjálfsagður hluti af tilverunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.