Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 22

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 22
A u ð u r Ava Ó l a f s d ó t t i r 22 TMM 2013 · 4 Eða eru þau tuttugu og fjögur? Er ekki allt í lagi að tékka á því hvort önnur aðferð virki, svona sirka bát einu sinni á 2000 ára fresti? Okkar sendiboði hefði líka getað gert tímalaus orð Stephans G, – sem hann heilsaði nýlega uppá í Vesturheimi og er að sögn það heitasta í íslenskri menningu í dag – að sínum um leið og hann ávarpaði áhrifamenn í austri og vestri: „Láttu hug þinn aldrei eldast eða hjartað. Vinur aftansólar sértu. Sonur morgunroðans vertu.“ (og látið túlkaþjónustu um að snara) Væri slíkt útspil ekki víst til að koma róti á víggirtustu sálir? Já, okkur dreymir um hugrakka ídealista en síðan kemur okkar sendiboði aftur heim frá útlöndum og segir: … Jú, Obama var ferlega næs og ég náði alveg að slappa af … það hjálpaði náttúrlega til við að brjóta ísinn að vera í spariskó á einum og strigaskó á hinum … Um hvað við töluðum … já, hérna við vorum bara að spjalla … þarna um … já hvað heitir hún aftur … hérna nýjasta stjörnustríðsmyndin? – Gun 16, já, alveg rétt … En hvað hefði rithöfundurinn gert, spyr nú einhver? Ég tel fyrirfram úti- lokað að Jón Gnarr hefði klætt sig upp í dökk jakkaföt með bindi, einkennis- búnað valdaklúbbs karlmanna á Vesturlöndum. Og ég tel jafnframt ólíklegt að hann hefði talið spariskó forsendu þess að fá mynd af sér með valdamesta manni heims og því væri betra að vera í einum en engum. Við getum gert okkur í hugarlund hvernig borgarstjórinn hefði klætt sig upp til fundar við Pútín og við getum alveg séð fyrir okkur að hann hefði til dæmis farið í stjörnustríðsbúninginn sinn við þetta tækifæri. Og aðferðin? Ég held hann hefði fyrst náð athyglinni með þeirri aðferðafræði sem er inntak allrar sköpunar og felst í því að víkja frá boðaðri dagskrá og slá fólk út af laginu. Kannski hefði hann brugðið sér í líki barnsins í Nýjum fötum keisarans (til að halda bókmenntaþræðinum) og bent á hið augljósa sem allir forðast að tala um (af nógu væri að taka; til dæmis mætti benda á hvaða ríki högnuðust mest af vopnasölu til Sýrlands). Síðan hefði komið í ljós að honum væri full alvara. Þar fyrir utan; hvað skyldu íslenskir rithöfundar helst vera spurðir að í útlöndum? Ja, til dæmis það hvernig það sé að eiga bara landamæri að hafinu en ekki að öðrum þjóðum og eiga þar af leiðandi enga nágranna til að fara í stríð við? Þannig spurningu fékk ég eitt sinn frá manni sem bjó á landamærum og átti langömmu sem hafði fæðst þýsk en breyst í Frakka í einhverju stríði og verið jörðuð í frönskum kirkjugarði. Dóttir hennar, amma viðmælanda míns, hafði síðan breyst aftur í Þjóðverja í næsta stríði og dáið þýsk en sonur hennar, faðir viðmælanda míns verið franskur frá árinu 1945.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.