Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Side 84

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Side 84
Þ ó r a r i n n L e i f s s o n 84 TMM 2013 · 4 til að þvinga hann úr kjaftatörn við fastakúnna. Ég vildi minn kranabjór sem hann sullaði niður í látlaust mjólkurglas og skellti á borðið án þess að virða mig viðlits. Það slaknaði á öllum vöðvum þegar ég kyngdi bjórnum, barstóllinn boraðist upp í rassgatið á mér og rann saman við mænuna. Ég benti ofan í glasið með vísifingri til að biðja um annan. Í þetta sinn var prins Valíant mættur um leið, tilbúinn að fylla á. Ég tæmdi glasið í einum teyg, slengdi tveimur evrum á borðið og gekk út í brennandi sólskinið án þess að kveðja. Taupokinn virtist hafa þyngst í pásunni. Hann sveiflaðist til hliðanna og boraði sig niður í vinstri öxlina í hverju skrefi. Þegar ég sá glytta í þvotta- húsið velti ég fyrir mér hvers vegna það væri ekki löngu farið á hausinn. Kannski kostaði voðalega lítið að reka það. Gjald var tekið fyrir allt. Sápan og mýkingarefnið kom úr hvítum sjálfsala á veggnum. Til hliðar við hann hékk trosnaður miði á spænsku og ensku með númeri sem átti að hringja í ef eitthvað bilaði. Undir gluggakistunni var langur trébekkur með ruslakörfu við annan endann og silfurlitaðan kaffisjálfssala við hinn. Yfirleitt voru fáir á ferli í þvottahúsinu. Ein og ein keðjureykjandi spænsk húsmóðir á stangli eða hipsterar frá norður-Evrópu sem litu öðru hverju skelfdir í áttina til mín en létu mig í friði að öðru leyti. Húðlitur pabba hafði milljón sinnum bjargað mér frá innihaldslausum samræðum um það hversu ömurlegt lífið væri „heima“ og hvað það væri frábært að þurfa aðeins að borga tíu evrur fyrir að fara út að borða hérna suðurfrá. Núna sat ég aleinn á lökkuðum trébekknum og hvíldi annan olnbogann í gluggakistunni. Mér leið miklu betur. Hafði öðlast hlutverk í lífinu. Ég var mjúkur. Ekki bara af bjórnum. Ég var dúnmjúkur norrænn nútímamaður sem þvoði þvott meðan konan svaf úr sér skandínavískt þunglyndið. Ég var meðaljón sem rétt tórði í tónlistarskóla og hélt sér uppi á norrænum atvinnuleysisbótum í suðrænni borg yfir sumartímann. Ég stóð upp og speglaði mig í rispuðum kaffisjálfsalanum um leið og ég hlustaði á evru detta inn í hann og setja ferli í gang sem endaði óhjákvæmilega með heitu kaffi í plastbolla. Ég settist aftur með plastmálið, skimaði eftir lesefni í gluggakistunni og fann að mér var farið að líka ágætlega við sjálfan mig. Kannski var ég hreint ekki svo vitlaus eftir allt saman. Jafnvel glúrinn. Séður. Allt í einu var hurðinni hrundið upp. Skolhærð kona á mínum aldri gekk ákveðin inn á flísalagt gólfið með þvott í stórum hvítum plastpoka. Hún var með strákpjakk í eftirdragi. Á að giska fjögurra eða fimm ára, ljóshærðan með skörp brún augu. Af tungumálinu sem hún bunaði út úr sér að dæma voru þau frá einhverju landi í Austur-Evrópu. Krakkinn fór strax að sýna mér óþarflega mikinn áhuga. Settist við hliðina á mér og reyndi að sjá hvað ég væri að lesa í spænskum dreifimiða sem ég skildi ekki orð í. Fyrst þóttist ég ekki taka eftir honum en þá fór hann að babla eitthvað á óskiljanlegu máli. Ég færðist kurteislega undan, mjakaði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.