Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Page 37

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Page 37
E i t u r TMM 2013 · 4 37 komið með heim úr ferð fyrir 15 árum. Allir hlutir virtust hafa öðlast aukið mikilvægi. Daglega hringdu annaðhvort Carol eða Virgie, vanalega um kvöld matar- leytið, á þeim tíma þegar þær héldu eflaust að einveran væri henni hvað erfiðust. Hún sagði þeim að það væri allt í lagi með hana, bráðum myndi hún skríða úr hýðinu. Hún þyrfti bara dálítinn tíma til að hugsa og lesa. Og borða nóg og sofa. Og þetta var allt satt nema þetta með lesturinn. Hún sat í stólnum góða umkringd bókum sem hún opnaði ekki. Hún sem hafði alltaf verið svo mikill lestrarhestur, það var einmitt ein af ástæðunum fyrir því að Rich sagði að hún væri rétta konan fyrir sig, hún gat setið og lesið og látið hann í friði. En núna entist hún ekki lengur en niður hálfa blaðsíðu. Hún las bækurnar oftar en einu sinni. Karamazov-bræðurnir, The Mill on the Floss, The Wings of the Dove, Töfrafjallið – þessar bækur las hún aftur og aftur. Tók kannski eina upp og ætlaði bara að lesa einhverja eina efnisgrein en gat svo ekki hætt fyrr en hún var búin með allt verkið einn ganginn enn. Hún las líka nútímabókmenntir. Alltaf skáldsögur. Hún þoldi ekki að heyra að skáldsagnalestur væri veruleikaflótti. Einu sinni hefði hún getað sagt, og ekki bara í léttum dúr, að lífið sjálft væri flótti. En þetta var of mikið hjartans mál til að rífast um það. Og núna virtist þetta horfið, svo skrýtið sem það var. Ekki bara við dauða Rich heldur líka með veikindum hennar sjálfrar. Hún hafði haldið að breytingin væri tímabundin og töframáttur hins ritaða máls næði tökum á henni aftur þegar hún væri laus við sum lyfin og úr erfiðum meðferðum. En svo var greinilega ekki. Stundum reyndi hún að útskýra þetta fyrir ímynduðum yfirheyranda. „Ég varð of önnum kafin.“ „Þetta segja allir. Önnum kafin við hvað?“ „Við að veita athygli.“ „Veita hverju athygli?“ „Ég meina, að hugsa.“ „Um hvað?“ „Æ, skiptir ekki máli.“ Einn morguninn eftir að hún hafði setið góða stund í stólnum ályktaði hún að þetta væri heitur dagur. Að hún ætti að standa á fætur og kveikja á viftunum. Eða hún gæti verið dálítið umhverfisvænni en það og opnað dyrnar, bæði að framanverðu og bakatil, og leyft golunni, ef einhver var, að lofta um húsið. Hún tók úr lás að framan fyrst. Jafnvel áður en hún hafði hleypt örlítilli morgunbirtu inn um dyrnar varð hún vör við dökka skuggarönd sem afmáði ljóstýruna. Ungur maður stóð fyrir utan fordyrið sem var krækt.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.