Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Page 115

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Page 115
Á d r e p u r TMM 2013 · 4 115 eða þrisvar enn þennan sama dag. Ég reyndi að malda í móinn, ég hefði ekki haft neinn sérstakan í huga þarna frekar en í nokkurri annarri lýsingu: „Var Björgólfur Thor einhverntíma frægur íþróttamaður?“ spurði ég. En það dugði ekki, mér var gert ljóst að þetta yrði aldrei þolað. Ég yrði að skrifa nýja lýs- ingu á Gunnari. Menn eru auðvitað viðkvæmir fyrir svona ritskoðun, og ef þetta hefði verið skáldsögukafli eða smásaga hefði aldrei hvarflað að mér að taka við skipunum frá stórfyrirtæki. En það mátti kannski líta svo á að þetta væri bara pantað handverk, og að auki var mér vel við auglýsingafólkið. Ég fann enga aðferð til að breyta ferli Gunnars í grundvallar- atriðum; hugmynd þeirra á Íslandi um að ég gerði hann að kvótagreifa fannst mér ekki ganga upp, þeir töpuðu til dæmis engu í Hruninu, nema síður væri; gengisfellingarnar gerðu útgerðar- menn enn auðugri. Þeir eru hinir eilífu sigurvegarar. Ég féllst hinsvegar á að breyta orðalagi, sleppa gildishlöðnum setningum, felldi t.d. niður orðin „þótt seinna sé deilt um hvort hann hafi þurft að borga krónu“ (fyrir ríkisbankann). Og þessi klausa: „og óhemju tapi fyrir íslenskt samfélag og almenning og reyndar banka og fyrirtæki um allan heim; nú er fullyrt að allt hafi hann gert með svikum og blekkingum.“ Þetta fékk líka að fjúka. Svona, vægast sagt mjög mildað, sendi ég þetta heim daginn eftir. Ég fékk samt á tilfinninguna að þetta hafi ekki dugað til að „sefa reiði Akkil- lesar“ – átti raunar eftir að heyra að ekki hefði gróið um heilt. Og yfirleitt varð ég ákaflega lítið var við það að verkefnið væri kynnt á borð við það sem áður var planað; það var um tíma hægt að finna það ef að var gáð á heimasíðu Actavis, en lítið meira. Ég lét mér það raunar í léttu rúmi liggja; fékk greitt eins og um hafði verið samið, og var enn sem fyrr með allan hugann við Sturlu Þórðarson og 13. öldina. Það var helst að þessa til- tækis sæi stað í því að vinna Óttars læknis Guðmundssonar að þessu verk- efni nýttist honum að því er virtist all- vel, hann átti eftir að koma í mörg viðtöl vegna kenninga sinni um bresti og geð- kvilla fornhetjanna, halda um það fyrir- lestra og gefa út bók um málefnið. En það er annar handleggur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.