Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Side 31
„ h a r ð u r k i r k j u b e k k u r“
TMM 2013 · 4 31
Þetta blómstur
efst á guðsmanninum
minnir óneitanlega á
dónalegan hnoðra
á tælandi hvítum
krónublöðum
titrandi af greddu
eftir guði
Ljóðið hefst á einni líkingu en endar á annarri sem rekur ekki bara tunguna
framan í þá fyrri heldur gerir lifandi þrá og kynhvöt að sjálfri forsendu
kristninnar, með öðrum orðum einmitt þá hvöt sem kristin kenning hefur
löngum lamið með lurk − í sömu mund og biskupar og ýmsir kennimenn
hafa leynt og ljóst sýnt henni sóma.16 En samræða orða ljóðsins við sam-
tímamenningu, og samtímaviðburði sem lifa í huga lesenda, er margþætt
og írónían ískrandi. Um kynhvötina vitnar ekki aðeins trúin á guð heldur
kynferðisleg áreitni og kynferðislegt ofbeldi sem dónalegur hnoðri, „titrandi
af greddu“ vekur athygli á, þannig að ljóðið sýnir „hina miklu einingu alls“
með því að binda þrá „holds“ og „anda“ í eina líkingu.17
IV
Ljóð Halldóru K. Thoroddsen hafa ekki vakið þá athygli sem þau eiga skilið.
Þau vitna um efnishyggjumann sem hefur ekki aðeins lagt niður fyrir sér
tengsl líkama og hugarstarfs heldur lítur svo á að skáldskapurinn sé skilgetið
afkvæmi holdsins og skynjunarinnar og kann að fara þannig með hann að
hann orki í krafti þess. Sú sem þetta skrifar þykist að minnsta kosti hafa
fundið hvernig „harður kirkjubekkur“ tekur í − og þá reyndar allt frá rassi
til hnakka.18
Tilvísanir
1 Halldóra K. Thoroddsen, „Kynjafordómar“, Skólavarðan, Málgagn Kennarasambands Íslands,
4/2004, bls. 5.
2 Sama stað.
3 Bakhtín leit svo á að orð hefðu ekki merkingu í sjálfum sér heldur fengju hana í tilteknu sam-
hengi. Samræðan (fyrr „samræðuorðið“) er lykilatriði í verkum hans. Samræða er að skilningi
hann meira en samtal manna, eins og bent hefur verið á; sérhvert orð felur í sér mismunandi,
sundurgreinandi og oft gagnstæða „talandi“ þætti, sbr. Caryl Emerson, The First Hundred
Years of Michail Bakhtin, Princeton: Princeton University Press, 2000 [1997], bls. 36.
4 Thomas Mann, „Vorvort zu Joseph Conrads Roman „Der Geheimagent [The Secret Agent]““
[1926], Reden und Aufsätze 2, Gesammelte Werke 10, Frankfurt am Main 1974: xxx, bls. 651.
5 Sjá Wolfgang Kayser, The Grotesque in Art and Literature, þýð. Ulrich Weisstein, Gloucester,
Massachusetts: Indiana University Press,1963, bls. 184−185 (t.d.), og Michail Bakhtin, Rabelais
and his World, translated. by Hélène Iswolský, Bloomington: Indiana University Press, 1984,
bls. 317−318 (t.d.)