Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Side 60

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Side 60
H j a l t i H u g a s o n 60 TMM 2013 · 4 farinu í landinu heldur í Þjóðmenningarhúsinu. Það er að vísu nýtt fyrirbæri með óljósa merkingu og tilgang. Þó ber án efa að skoða húsið sem tilraun til að koma á þjóðarhelgidómi í alfaraleið og undir þaki en ekki úti á víðavangi eins og t.d. er raun á um Þingvelli. Að því virðist hafa verið stefnt að upp- kvaðning dómsins yrði táknrænt og merkingarbært andartak (kairos) í því endureisnar- og hreinsunarferli sem hér var í gangi. Svo varð þó ekki. Sú flokkspólitíska ákvörðun að stefna aðeins einum manni fyrir dóminn kom strax í veg fyrir að svo yrði. Viðbrögð fyrrum forsætisráðherra við dómnum einkenndust enda af harðri vörn, reiði og afneitun. Með hvoru tveggja þessu var loku skotið fyrir að dómurinn gæti orðið liður í uppbyggilegu endur- nýjunarferli. Verst var þó að með þessu var farin algerlega lögfræðileg leið til að skera úr um ábyrgð stjórnmálastéttarinnar í aðdraganda Hrunsins en slík leið er ekki líkleg til að stuðla að sáttum og endurnýja traust í samfélaginu.18 Hér hefur verið drepið á helstu þættina í því endurreisnarkerfi sem komið var á í kjölfar Hrunsins og bent á þær forsendur sem frá guðfræðilegu sjónarhorni þurfa að vera til staðar til að markmiðunum, endurnýjaðri þjóðarsátt á grundvelli gagnkvæms trausts, verði náð. Er þar einkum átt við viljann til sjálfsprófunar og játningar en jafnframt sátta og endurreisnar. Í framhaldi af því má vissulega spyrja hver þau séu sem fara þyrftu í gegnum hin ýmsu stig í því ferli sem lýst var til að eiginleg hreinsun (karthasis) og endurreisn geti orðið. Mörg okkar myndu e.t.v. svara að það bæri helstu gerendum í útrásinni og Hruninu að gera, þ.e. útrásarvíkingunum, leiðandi einstaklingum í stjórnmálastéttinni fyrir 2008, forstöðumönnum helstu eftirlitsstofnana samfélagsins auk lykilembættismanna í stjórnkerfinu. Skoðanir kynnu síðan að vera skiptar um hverja fleiri væri að ræða: hugsanlega áhrifamenn í fjöl- miðlum, sérfræðinga í ráðgjafargeiranum, endurskoðendur, háskólafólk og hugsanlega presta og aðra þá sem telja sig gegna „spámannlegu“ hlutverki í samfélaginu en í því felst skylda til árvökullar gagnrýni og ábendinga um það sem betur má fara. Slíkt aðhald skorti fyrir Hrun. Hið guðfræðilega svar kann að verða víðtækara, flóknara og umdeildara. Hlutverk guðfræðinnar er ekki að kveða upp dóma og greina að sauði og hafra þótt það sé líking sem vissulega er sótt til Biblíunnar.19 Hlutverk guð- fræðinnar er fremur að kalla hvert og eitt okkar til sinnar ábyrgðar og vekja athygli á að í flóknu félagslegu samspili er sjaldnast mögulegt að greina einstaklinga í vammlausan hóp og sekan. Hér skal vissulega ekki undir það slagorð tekið að við höfum öll tekið virkan þátt í bóluhagkerfi veltiáranna fyrir 2007 og séum því öll samsek um Hrunið. Aðeins skal á það bent að ábyrgðardreifingin í aðdraganda Hrunsins er flókin og við þurfum öll að vera fús til að grandskoða gerðir okkar og gangast við okkar þætti. Mörg þeirra sem nú glíma t.d. við stökkbreytt lán mátu stöðu sína vel og af aðgætni án þess að vita að forsendurnar sem gengið var út frá voru rangar. Mörg þeirra voru bókstaflega blekkt að yfirlögðu ráði og að fyrirmælum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.