Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Side 129

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Side 129
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2013 · 4 129 er trúlega efni í róman. Ekki samt viss um að sú bók væri eftir Pétur Gunnars- son. Einn eftirminnilegasti kaflinn er samt gönguferð fjölskyldu Kötu skáld- konu í Laugardalnum á nýjársdag – for- eldrarnir að reyna að fela hjónabands- brestina fyrir barninu. Þessi samtals- glefsa um útbrunna rakettu gæti sem best hafa orðið eftir þegar lokahönd var lögð á Punktur punktur komma strik: Hún getur verið full af ógeði! æpti konan. Sóti! áréttaði maðurinn. (15) IV Hann (Kjarval) kunni þessa list að sjá undur og stórmerki í hversdeginum. Þau eru alls staðar! að vera kominn upp í bústað er kraftaverk. Að setja niður kartöflur er kraftaverk. (80) Lífssögur flestra persóna Íslendinga- blokkar myndu duga vel í prýðilegar og áhrifamiklar skáldsögur af ákjósanlegri stærð. Er það galli hvað Pétur fer frjáls- lega, kæruleysislega með efniviðinn? Ekki finnst mér það. Er það galli hvað persónugalleríið, hvað meðlimir húsfélagsins hafa lítil áhrif hver á annan? Ég veit það ekki. Megnið af örsögunum, myndunum, persónulýsingunum eru skemmtilegar, margar áhrifaríkar. Sumar sitja í minn- inu. Er það ekki nóg? Þetta er jú blokk. Hver og einn lifir sínu lífi. Að skálda upp þræði milli þeirra hefði trúlega rústað þeim áhrif- um. Pétur fer mjög hóflega í að tengja fólkið saman. Eðlilega, það að þau eru þarna öll hefur ekkert með líf þeirra að gera. Þau búa bara þarna. V Einkennilegasta persónan, skrattinn úr sauðarleggnum, birtist á bls. 37: Þegar Flóki sneri aftur með greiðsluna var ég kominn í stólinn … Við erum stödd á rakarastofu Adda og það er ekki nóg með að séra Flóki, sem annaðhvort er úr Efstu dögum eða þess- vegna úr Langholtskirkju, sé staddur þar: Sjálfur Pétur Gunnarsson hefur hlammað sér niður í söguna miðja. Því ég geri ráð fyrir að þetta sé hann. Ég veit ekki alveg hvað mér á að finn- ast um það. Sögumannsrödd bókarinnar er alvitur, sér í hug allra persónanna sem hún kærir sig um. Hvað er þá þessi „ég“ að þvælast þarna eins og hver annar íbúi? Mig langar ekkert í vanga- veltur um sögumenn og sjónarhorn og bókmenntafræði. Ég vil bara vita hvern- ig fer fyrir Indriða, Kötu og Adda. Ég fæ enda frekar lítið að vita um þennan „Mig“, þó hann taki talsvert pláss í bók- inni. Hr. „Ég“ er ekki fyrr búinn að fá rak- araþjónustuna en hann er orðinn að einhverskonar brennipunkti persónu- gallerísins – fyrirlesari á endurmennt- unarnámskeiði um Dante, þar sem nokkrir blokkarbúanna mæta. Dante?! Það þykja mér skrítnir kaflar. Eitt er nú hvað þeir eru nálægt því að vera samhljóða endursögn á útleggingum á Gleðileiknum guðdómlega í Vélum tím- ans: Flórensborg er álíka stór stjórnmálaein- ing og Ísland ekki undir neinn kóng sett […] Á miðöldum er ekki búið að finna upp stjórnarandstöðuna, þeir sem verða undir eru ævinlega drepnir eða reknir í útlegð … (Vélar tímans 96, Íslendingablokk 61) Af hverju er þetta? Hvers vegna er þetta orðrétt? Það er auðvitað pínu skemmti- legt að átta sig á því, en hefur það ein- hverja viðameiri þýðingu?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.