Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Page 61
Þ j ó ð a r s á l i n í k j ö l fa r f j á r m á l a h r u n s
TMM 2013 · 4 61
bankastjórnenda. Á hinn bóginn eru þau líklega einnig mörg sem kepptu að
of hraðri eignamyndun með óraunhæfri lántöku. Þannig freistuðu þau þess
að eignast sína hlutdeild í „góðærinu“. Mörg fórnarlamba Hrunsins eru því
einnig virkir gerendur í ferlinu sem leiddi til þess þó með öðrum hætti sé
en þegar um aðalleikendurna á fjármálasviðinu er að ræða. Loks vorum við
fjölmörg gripin af hugarfari þenslunnar og „góðærisins“, tókum þátt í dans-
inum kringum gullkálfinn, án þess að hafa af því beinan hagnað eða bíða af
því verulegt efnahagslegt tjón. Við berum líka okkar ábyrgð.
Hér er á það bent að þenslan, „góðærið“ og Hrunið var altækur félagslegur
veruleiki á Íslandi sem við verðum öll að hugsa okkur inn í og greina gagn-
rýnið og af heilum huga hvert okkar hlutverk hafi verið í þeirri atburðarás
sem kom okkur á þann stað sem við dveljum vissulega enn á og líkja má við
efnahagslega herleiðingu. Í framhaldinu ber svo að spyrja hvert okkar hlut-
verk sé í því endurreisnarferli sem nú stendur yfir og er ætlað að leiða okkur
inn til þess fyrirheitna lands sem „nýja Ísland“ var í augum margra okkar
árið 2010. – Þetta altæka sjónarhorn er e.t.v. eitt helsta einkenni guðfræði-
legrar greiningar á Hruninu og uppbyggingunni í kjölfar þess.
Lokaorð
Hér hefur verið gerð tilraun til að skoða Hrunið, aðdraganda þess og
afleiðingar með hjálp guðfræðilegra lykilsagna, -hugtaka og –túlkunar-
líkana. Nú er það hlutverk lesenda að vega og meta hvort verkfæri guðfræð-
innar séu að einhverju leyti nothæf í veraldlegu, samfélagslegu samhengi í
upphafi 21. aldar án þess að þær trúarlegu forsendur sem búa kunna að baki
hinni guðfræðilegu greiningu séu endilega viðurkenndar. Í fjölhyggjuum-
hverfi er mikilvægt að guðfræðin sé þannig opin fyrir utanaðkomandi,
intersúbjektívri prófun. Hvatt skal til að henni sé beitt á þennan texta.
Á fundi Vísindafélagsins var nokkuð rætt um þá vegferð sem framundan
væri í áframhaldandi uppbyggingarstarfi eftir Hrun. M.a. var spurt hvort
þróunin yrði sjálfkrafa sú að þjóðin næði sér á strik í efnahagslegu til-
liti á einhverju ára bili t.d. með réttum ákvörðunum í ríkisfjármálum og
aðgerðum í atvinnumálum. Þeirri spurningu má eflaust svara játandi. Áföll
á borð við það sem við gengum í gegnum eru ekki einsdæmi, þau ganga
yfir og munu endurtaka sig. Það sérstæða við Hrunið á Íslandi 2008 er e.t.v.
aðeins hversu háar fjárhæðir töpuðust miðað við smæð hagkerfisins. Þar
kann heimsmetaþyrst þjóð að eignast sérstöðu sem standa mun um einhvern
tíma. Hún getur þó tæpast verið stolt af henni eða notað hana í ímyndarsmíð
sína með uppbyggilegum hætti.
Ljóst er að Hrunið, aðdragandi þess og eftirleikur hafa afhjúpað ýmsa
þætti í fari okkar sem þjóðar. Við erum þjóð sem sækist eftir skjótfengnum
gróða, veraldlegum gæðum og tæknilegum lausnum hvort sem þær eru
lögfræðilegs eða hagfræðilegs eðlis. Við bregðumst við utanaðkomandi