Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Page 13

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Page 13
TMM 2017 · 2 13 Kjartan Már Ómarsson Guðjón Samúelsson og siðun íslenskrar þjóðar Íslenska þjóðin var illa búin undir þessa breytingu. Fæstir þekktu bæjarmenning af eigin reynd og gerðu sér ekki ljóst, hver vandhæfni er á að byggja fagra hentuga og heilnæma bæi.1 Fáir einstaklingar, ef nokkur, hafa verið jafn atkvæðamiklir í skipulags- og byggðamálum þjóðar og Guðjón Samúelsson (1887–1950). Venjan er sú að borgir – sér í lagi höfuðstaðir – rísa á mjög löngum tíma og margar hendur koma að verki við uppbyggingu þeirra. Um aldamótin 1900 var Reykjavík aðeins lágreist þorp með nokkur þúsund íbúa og torfkofar settu enn svip á bæinn. Kringumstæðum er lýst í Lesbók Morgunblaðsins. Fólk sem alist hefir upp í ágætum steinsteypuhúsum, uppljómuðum af rafmagni, með hitaveitu eða miðstöðvarhitun þar sem eru vatnssalerni og frárennsli út í neðanjarðargöturæsi, getur að vonum ekki skilið hvernig var umhorfs í Reykjavík um aldamótin. Þá voru langflest íbúðarhúsin úr timbri, hituð með kolaofnum eða móofnum, og lýsingin var ekki önnur en steinolíulampar. Vatn varð að sækja langar leiðir í brunna eða lindir, og þá þótti gott, ef hægt var að hella skolpi í opin götu- ræsi.2 Á fyrstu áratugum aldarinnar varð hins vegar gerbreyting á nærri öllum þáttum í lífi Íslendinga og á einum mannsaldri var lagður grundvöllur að nútíma iðnríki hér á landi. Reynt var að framkvæma það í einu stökki, sem aðrar þjóðir höfðu gert á hundruðum ára. Guðjón Samúelsson var þar í framvarðarsveit og í einstakri stöðu þegar stökkið var tekið. Hann var húsa- meistari ríkisins nánast frá því að fyrstu skrefin voru tekin og þar til að segja mátti að Reykjavík væri tekin að líkjast „alvöru“ nútímaborg á evrópska vísu.3 Sé hugað að mikilvægi þeirra breytinga sem hann átti þátt í að koma í kring á starfsferli sínum er næsta ótrúlegt hversu lítið hefur verið ritað um störf hans. Til er ein bók, Íslenzk bygging, prentuð á Akureyri árið 1957, sem gerir tilraun til þess að fjalla ítarlega um Guðjón og verk hans, en þar fyrir utan er aðeins um tvær þrjár miðlungi langar greinar að ræða.4 Segja má að hvati minn að þessum skrifum sé hreinlega sprottinn af þessum skorti. Nálgun mín í þessari umfjöllun um Guðjón Samúelsson er að megninu til
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.