Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Page 15

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Page 15
G u ð j ó n S a m ú e l s s o n o g s i ð u n í s l e n s k r a r þ j ó ð a r TMM 2017 · 2 15 legu markhyggju (e. architechtural determinism) sem fylgdi Guðjóni ævina á enda. Hann vitnar í skrif enska rithöfundarins Raymond Unwin þessu til stuðnings og segir lyndiseinkunn „bæjarbúa myndast að miklu leyti af bæjarfyrirkomulaginu og húsunum“.12 Það kann að vera, skrifar hann, að lesendum þyki þetta „mikið sagt“ en það sé aftur á móti „sannreynt“ að því verra sem bæjarfyrirkomulagið er og því „óvistlegri sem húsakynnin eru“ þeim mun „ruddalegra er fólkið“, „ósiðaðri“ unglingarnir og „óhreinni“ börnin.13 Að hans hyggju mætti fólk á Íslandi taka mið af þessum fróðleik og yfirleitt huga meir að því „að hafa vingjarnlegra kringum hús sín“.14 Hann leggur jafnframt til – í anda Voltaire – að maður rækti garðinn sinn, skipi honum í reiti og gróðursetji blóm, „t.d. „baldursbrá“, „mjaðjurt“ o.s.frv. og „þetta myndi geta litið mjög vel út“.15 Dæmi Guðjóns virðast grundvallast á einfölduðu tvenndakerfi and- stæðna, þar sem eitt viðmið útilokar annað – og öfugt. Það er nánast ómögulegt að komast að annarri niðurstöðu en að Guðjón sjái fyrir sér beint orsakasamhengi milli umhverfis einstaklinga og athafna þeirra, jafnvel inn- rætis. Ljót hús geta af sér ljótt fólk, hugguleg heimili heimsmenn.16 Hann bendir til suðurlanda og fullyrðir að glaðlyndi íbúa þeirra stafi „án efa“ af því hvað „náttúran er falleg, og hvað hinir gömlu bæir þeirra eru fallegir og í góðu samræmi við náttúruna“. Þetta er stef sem átti eftir að heyrast ítrekað í skrifum Guðjóns þegar fram liðu stundir. Sigurgeir Sigurðsson biskup skrifar til að mynda í minningargrein tæpum fjörutíu árum síðar, að daginn sem vígja átti Þjóðleikhúsið, og Guðjón lá banaleguna á Landspítalanum, hafi hann sagt: „Það er ekki hægt að ala upp góða menn nema í fallegu umhverfi“.17 Hann var sannfæringu sinni trúr allt til loka. Síðari hluti greinarinnar birtist í næsta tölublaði Lögrjettu 17. júlí 1912. Þar tekur Guðjón til umfjöllunar alla vega torg og áhrif þeirra á umhverfið í fagurfræðilegu og nytsamlegu tilliti og í baksýn læðist að manni sá grunur að fræjunum að háborginni hafi þá þegar verið sáð.18 Þar vísar hann einnig talsvert til suðurlanda, í gamla bæi í sunnanverðu Þýskalandi og Ítalíu sem fyrirmyndardæmi. Það er tæpast til einhlít útskýring á því af hverju Guðjón leitar sífellt suður á bóginn í leit að lausnum við norrænum vandkvæðum en gera má því skóna að einhverjar rætur liggi í því sögulega uppeldi sem hann gekkst undir þá stundina í Kaupmannahöfn. Því eins og athygli hefur verið vakin á þá var Guðjón öðru fremur „maður hinnar klassísku hefðar í húsagerðarlist“.19 Kennarar hans í dönsku Listaakademíunni aðhylltust svo- nefndan akademískan sögustíl (e. historicism, eclecticism) sem var ríkjandi á síðari hluta 19. aldarinnar og fólst í því að tilvonandi húsameistarar voru skólaðir í sögulegum stílgerðum þar til þeir höfðu þær algerlega á valdi sínu.20 Fremur en að finna upp hjólið hvert sinn sem leitað var aðstoðar þeirra, gátu arkitektar því beitt þeim sígildu stílbrögðum sem þóttu henta best hverju sinni. Þrátt fyrir að yfirlýst inntak skrifanna sé umfjöllun um skipulagsmál og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.