Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Side 17

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Side 17
G u ð j ó n S a m ú e l s s o n o g s i ð u n í s l e n s k r a r þ j ó ð a r TMM 2017 · 2 17 heilsufars- og félagslegum skilningi. „Bæjarfyrirkomulagið á mikinn þátt í heilbrigði og þrifnaði bæjarbúa“, segir hann og bætir við að þar sem auð svæði eru falleg „og þeim vel fyrir komið, ginna þau fólk út í sólskinið og hið hreina loft“.26 Guðjón ítrekar að þrátt fyrir að margir standi í þeirri trú að bæirnir á Íslandi séu það litlir að það „taki ekki að hugsa um að hafa gott fyrirkomulag í þeim“ sé það misskilningur, bæir vaxi og það sé ódýrast að „hugsa um gott bæjarfyrirkomulag sem fyrst“.27 Því næst útskýrir hann meginatriði sem þurfi að víkja að í skipulagsmálum í sundurliðaðri greinar- gerð.28 Þar fer maður sem sér rót allra meina félagsins liggja í óskipulagi. Hann kallar á stýringu í anda – ekki eðli – ögunarsamfélags þar sem skipan hlut- anna er ætlað að ala af sér „betri“ manneskjur og auka lífsgæði.29 Hagræðing á heimilum og skipulag bæja hafa ekki eingöngu gildi í sjálfum sér heldur hafa beinlínis forvarnargildi fyrir komandi kynslóðir. Þessi orð eru skrifuð þegar Guðjón er aðeins hálfþrítugur og enn í námi – titlaður húsagerðar- nemi – og það má undrum sæta hversu margt af því sem kemur fram í greininni átti eftir að einkenna embættisstörf hans síðar meir, allt til starfs- loka tæpum fjörutíu árum síðar.30 En greinin markaði auk þess annars konar vatnaskil, önnur en þau að nýju blóði var spýtt í umræður um íslenska byggingarlist. Þegar fram liðu stundir varð „Um bæjafyrirkomulag“, ásamt riti Guðmundar Hannessonar frá 1916, Um skipulag bæja, lögð til grundvallar „við mótun fyrstu laga sem sett voru um skipulag kauptúna og sjávarþorpa árið 1921“.31 Því mætti að vissu leyti segja, líkt og Ólafur Rastrick bendir á „að þegar við upphaf faglegrar stefnu- mótunar á Íslandi á sviði skipulagsmála hafi sú hugsun legið til grundvallar að tengsl væru milli fagurfræði arkitektúrs og bæjarskipulags annars vegar og siðlegrar breytni og siðmenningar íbúanna hins vegar“.32 Í riti sem Páll Líndal sendi frá sér 1982 segir að fyrir utan greinina „Bæja- fyrirkomulag“ liggi fátt eftir Guðjón í rituðu máli, „a.m.k. sem aðgengilegt er“.33 Hvað sem því líður má ætla að sökum stöðu sinnar sem húsameistari ríkisins, þess félagspólitíska ágreinings/þrýstings sem var oft í kringum verk hans, og þeirra upplýsinga- og umbótagilda sem hann tileinkaði sér, hafi hann hreinlega ekki komist hjá því að blanda sér í dægurmálin – hann var hluti af þeim og þurfti að tjá sig. Guðjón skrifaði aldrei langar ritgerðir eða bækur, eins og Páll bendir á, sem kann að helgast af þeim önnum sem fylgdu embættisstörfum hans fremur en áhugaleysi. Dagblöð og tímarit þess tíma bera því hins vegar vitni að hann var ekki með öllu frábitinn hinu ritaða orði. Það væri ekki ofsögum sagt að viss ljómi hafi leikið um þessa grein Guðjóns í skrifum um skipulagsmál á Íslandi. Þó verður að benda á, án þess að tilraun sé gerð til þess að varpa rýrð á innihald hennar, að tilurð greinarinnar kann að hafa stafað af veraldlegri rótum en þörfinni til þess að boða fagnaðarerindið, eins og hingað til hefur verið talið. Sagan á sér nokk- urn aðdraganda og er að mörgu leyti samofin uppvexti Guðjóns.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.