Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Side 18

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Side 18
K j a r t a n M á r Ó m a r s s o n 18 TMM 2017 · 2 Aðdragandinn Saga Guðjóns Samúelssonar er að mörgu leyti ævintýri líkust. Raunar hefur saga hans verið skráð eins og ævintýri af Jónasi Jónssyni frá Hriflu,34 sem átti sinn þátt í að skapa söguvitund Íslendinga á 20. öldinni með útgáfu kennslu- bóka sinna.35 Í bók þeirra Jónasar og Benedikts Gröndals, Íslenzk bygging, er sagt að Guðjón hafi fæðst á Hunkubökkum í Skaftafellssýslu þann 16. apríl 1887.36 Þegar Guðjón var á þriðja aldursári flutti faðir hans, Samúel Jónsson, með fjölskylduna að Eyrarbakka þar sem hann gerðist mikilvirkur húsasmiður.37 Þar á Guðjón strax á unga aldri að hafa fundið þá stefnu sem líf hans átti eftir að taka, eftir því sem Jónas segir. Drengnum var skipað að gæta ánna en fórst smalamennskan illa úr hendi því hann gleymdi hvoru tveggja ánum og sjálfum sér við að mynda hús og hallir úr leir. Eftir það varð ekki aftur snúið.38 Guðjón varð snemma fullnuma í trésmíði undir leiðsögn föður síns sem flutti með fjölskylduna til Reykjavíkur aldamótaárið 1900, þar sem hann „átti verulegan þátt í húsagerð höfuðstaðarins á timburhúsaöldinni“.39 Hann mun til að mynda hafa liðsinnt föður sínum við smíðar endrum og eins og vitað er með vissu að hann vann með föður sínum að smíði Hreppahóla- kirkju – sem faðir hans teiknaði – sumarið 1909.40 Í ljósi þess er freistandi að geta sér þess til að hann hafi einnig verið föður sínum innan handar við að reisa tvílyft timburhús á horni Skólavörðu- og Kárastígs í Reykjavík sama ár. Sinnepsgula húsið á horni Skólavörðustígs 35, sem stendur enn, var heimili fjölskyldunnar og síðar Guðjóns, alla tíð, eftir að hann fluttist aftur heim að loknu námi.41 Þegar Guðjón var að slíta barnsskónum í Reykjavík fór hann í læri í teikn- ingu hjá Stefáni Eiríkssyni myndskera (hinum oddhaga) og í tungumálanám hjá Þorsteini Erlingssyni. Þorsteinn er sagður hafa hrifist svo af listrænum gáfum drengsins að hann hafi farið til foreldra hans og tjáð þeim að „það væri skylda þeirra að gera honum fært að halda áfram námi, sem samboðið væri gáfum hans“.42 Í bók Jónasar frá Hriflu og Benedikts Gröndal er það orðað á þá leið að „Guðjón [hafi] á þessum árum fengizt í kyrrþey við mynd- höggvaralist, en foreldrar hans voru mótfallin því ráði. Hins vegar féllust þau á að kosta utanferð hans til þess að nema húsagerðarlist“.43 Maður getur gert sér í hugarlund að afstaða foreldra hans hafi ráðist af því að faðir hans hafði alið önn fyrir fjölskyldunni sem smiður og „átt verulegan þátt í húsagerð höfuðstaðarins“ eins og fyrr segir; og þar að auki að móðir Guðjóns var systir Sveins Jónssonar „eins athafnamesta byggingarmeistara aldamótatímabilsins í Reykjavík“.44 Guðjón hóf því undirbúningsnám í Menntaskólanum í Reykjavík árið 1905 í stað þess að fara í listnám. Þaðan útskrifaðist hann árið 1907 og ári síðar lauk hann einnig prófi í trésmíðum sem hann hafði stundað samfara undirbúningsnáminu.45 Síðar, um haustið eftir útskrift, settist Guðjón að í Kaupmannahöfn og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.