Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Page 19

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Page 19
G u ð j ó n S a m ú e l s s o n o g s i ð u n í s l e n s k r a r þ j ó ð a r TMM 2017 · 2 19 sótti um í Tekniske Selskabs Skole þar sem Rögnvaldur Ólafsson og Einar Erlendsson höfðu stundað nám áður.46 Guðjóni var hins vegar neitað um inngöngu á þeim grundvelli að „Íslendingar þyrftu ekki að læra húsgerðar- list“ en ættu fremur að einbeita sér að tala almennilega dönsku.47 Hann varði því næstu mánuðum í að búa sig undir inntökupróf í arkitektúrdeild Listaakademíunnar 1909. Í Listaakademíunni var Guðjóni kennt að teikna í öllum hugsanlegum stíltegundum og þar steig hann sín fyrstu skref í átt til þjóðernisklassíkurinnar. Um það bil sem Guðjón var í Kaupmannahöfn voru Danir nefnilega að hverfa frá hinum akademíska sögustíl sem hafði verið ríkjandi þar um aldamótin „á svokallaðri „dúskaöld“ (d. klunketid) þar sem þjóðernisrómantísk endurnýjun var að hefja göngu sína“.48 Næstu sex árin sat hann samfellt á skólabekk en lét sér ekki nægja að stúdera og teikna því það var um þetta bil sem hann byrjaði að skrifa og birta hugmyndir sínar um skipulagsmál, þar á meðal greinina sem birtist í Lögrjettu 1912. Eins og fyrr hefur komið fram var forsmiðurinn Sveinn Jónsson móður- bróðir Guðjóns.49 Og það vildi svo til að Sveinn – einn athafnamesti bygg- ingarmeistari Reykjavíkur – var eins og flestir fremstu forsmiðir á þeim tíma virkur í félagsmálum stéttar sinnar“.50 Sökum þess, og áreiðanlega frænd- seminnar sömuleiðis, ritar Sveinn grein í Lögrjettu árið 1911 sem kallaðist „Um húsabyggingar“. Í greininni tekur hann fram að ætlun hans hafi verið að „rita um húsabyggingar“ vegna þess að til stóð að „endurskoða byggingar- samþykkt Rvíkur“.51 Hann notar hins vegar tækifærið og fordæmir opinber- lega nýlega ákvörðun fjárlaganefndar að synja Guðjóni um styrkveitingu til námsins í Kaupmannahöfn.52 Sveinn skrifar um frænda sinn: Hann er, eins og margir vita, að læra húsagerðarfræði á Listaskólanum í Khöfn, og fær þar engan styrk, eins og þeir, sem eru á háskólanum […] Jeg var ekki við staddur, þegar þetta var rætt í efri deild, því miður, því jeg hefði þó haft gaman af að heyra ástæðurnar á móti þessum styrk í sambandi við meðmæli ýmsra annara styrk- veitinga. Jeg hugsa mjer, að ástæðurnar á móti styrknum hafi verið eitthvað á þá leið, að landið þarfnist ekki byggingafróðra manna, alt þar að lútandi sje í svo góðu lagi, að það verði ekki bætt, eða að húsabyggingamál sje hjegómamál, sem alþingi varði ekki um […] Þegar nú ein einasta beiðni um styrk í þá átt, að læra að fullkomnast í byggingarfræði, fjekst ekki, og var þó ekki nema 600 kr., þá verða menn að líta svo á, að þinginu virðist landbúspóstur þessi ekki styrks verður, eða byggingarnar hjer á landi svo fullkomnar, að þar sje ekki um bót að ræða […] Jeg skil satt að segja ekki í neituninni, því þingið hefur þó oft sýnt, að það vill styrkja efnileg listamannaefni, svo sem E. Jónsson, Ásgrím málara o.fl., o.fl., og vantar okkur þó síður slíka lista- menn, þótt sjálfsagt sé að styrkja þá ef hægt er. En styrkur til manns, sem er að læra húsagerðarfræði, er sjálfsagt þarfastur fyrir landið af öllum styrkjum, sem þetta þing veitir.53 Þetta var árið 1911, Guðjón skrifar „Um bæjafyrirkomulag“ árið 1912; árið 1913 má svo finna tilkynningu frá fjárlaganefnd þess efnis að hún telji „eðlilegast“ að hún hefði „eitthvert fje til umráða handa skáldum og lista-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.