Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Page 21

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Page 21
G u ð j ó n S a m ú e l s s o n o g s i ð u n í s l e n s k r a r þ j ó ð a r TMM 2017 · 2 21 hverfi hafi risið sem voru að mestu úr kassafjölum og bárujárni.59 Færð hafa verið rök fyrir því að Reykjavík hafi aðeins borið nafnið „höfuðstaður“ sökum dómkirkjunnar og latínuskólans. Alþingi kom saman í skólanum og menningin rúmaðist á kirkjuloftinu: „stiptsbókasafn og forngripasafn“.60 Íslensk húsagerð bar tímunum vitni og þær skoðanir heyrðust viðraðar að mestur hluti höfuðstaðarins væri „skammarblettur á íslenskri þjóð“.61 Jóhannes Sveinsson Kjarval skrifaði endrum og eins í blöðin um hugðar- efni sín á þriðja áratugnum, lágu þá menningarmálin iðulega undir og höfuðborgin var sjaldnast langt undan. Hann lýsir bæjarmyndinni í upphafi 20. aldar þannig: „Hver meðal múrari var tekinn góður og gildur til þess að setja svip á þennan bæ – og hröngla upp húskofa í flýti fyrir lítil efni manna – sem sjá nú óprýði og vanheilsu í þeim augnabliks húsakynnum – og þó var þetta altsaman þakkar vert, eins og sakir stóðu, því helst lítur út fyrir, að þetta sé lögbundið við seinþroska einangraðar þjóðar á vissum sviðum“.62 Íslendingar voru bændaþjóð komnir skammt á veg í þróun í átt til nýrra tíma iðnaðar- og borgarsamfélags og höfuðstaður þeirra bar þess merki. Á mótum annars og þriðja tugar tuttugustu aldar fékk fólk lausan tauminn hvar og hvernig það reisti sér hús og margir byggðu án þess einu sinni að hafa fengið úthlutað lóðum. Knud Zimsen, sem þá var borgarstjóri, taldi víst ekki réttmætt að gera of miklar kröfur til þeirra sem byggðu í því húsnæðisleysi sem ríkti og mestu skipti að fá húsin upp.63 Zimsen er sagður hafa gefið húsnæðislausum grænt ljós að byggja sér kofa eftir efnum upp á Skólavörðuholti með orðunum: „ég skal láta ykkur hafa götulínuna“ og það er um þessar mundir sem goðahverfið byggist.64 Sökum þessarar blöndu vanefna, kunnáttu- og stjórnleysis ægði saman alla vega húsum í alla vega ástandi og bærinn endaði í bendu. Það var til að mynda ekki óalgengt að „hávær iðnaðarfyrirtæki væru inni í miðjum íbúðarhverfum“ og dæmi voru um að „sláturhús hefði verið byggt við hliðina á sjúkrahúsi“ og „íshús sunnan undir kirkjuvegg“ svo eitthvað sé nefnt.65 Að því sögðu er fróðlegt að velta fyrir sér hvaða ályktanir maður myndi draga um höfuðstaðinn, féllist maður á þá fullyrðingu að samfélagið endur- speglaði „gildismat þeirra bygginga sem eru reistar“. Af gefnum forsendum sæju áreiðanlega flestir fyrir sér að óeirðaástand hafi ríkt í bænum, eins konar eilíf en hversdagsleg kjötkveðjuhátíð. Víst má gera ráð fyrir að innan um allt óðagotið við húsagerð og taumlausa byggingastefnu borgarstjóra hafi ekki verið gefinn mikill gaumur að öryggismálum á borð við eldvarnir og því um líku. Hugsi maður til þess að timburhúsum ægði saman án skipulags eða eftirlits, og allt kynt með kolum, gæti maður jafnvel komist að þeirri niður- stöðu að bruninn í Austurstræti 1915 hafi verið óhjákvæmilegur. Eitthvað hlaut að brenna, fyrr eða síðar, og aðeins hending réð hvar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.