Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Síða 28

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Síða 28
K j a r t a n M á r Ó m a r s s o n 28 TMM 2017 · 2 söguskoðun sem rekja mátti til gotnesku hreyfingarinnar í Evrópu.105 En hann fer sömuleiðis snemma að gefa gætur að innlendri hefð með það fyrir augum að gera tilraunir með að endurvekja hana eða endurnýja. Hann var ötull við þessar tilraunir til sveita og átti stóran þátt í tímabili hinna steinsteyptu burstabæja á þriðja áratugnum, teiknaði fjöldann allan af embættisbústöðum, skólahúsum og bóndabæjum í burstabæjarstílnum.106 Á næstu árum færast tilraunir Guðjóns svo í aukana og í stað þess að særa fram forneskju lands og þjóðar í hertri steypu leitar hann að einhverju nýju. Hann vildi búa til „íslenska, þjóðlega byggingarlist og fylgdi þar svipaðri stefnu þjóðernisrómantíkur og finna mátti víða í Evrópu um sama leyti“.107 Barbara Miller Lane hefur fjallað um þjóðernislega rómantík í arkitektúr á þessum tíma og heldur því fram að stefnan sé mikilvægur, og vanmetinn, undanfari módernismans.108 Hún telur þó réttast að einskorða hana við ákveðin lönd Evrópu og hefur þá helst Þýskaland, Danmörku, Finnland, Svíþjóð og Noreg í huga. Sameiginleg tenging þessara landa innan þjóðar- rómantísku stefnunnar myndi þá vera hinn sameiginlegi „norræni draumur“ þar sem íbúar þessara landa reyna að tengja sig við eddur og fornsögur. Sumar af hugmyndum Guðjóns, sem sóttu fremur í alþýðumenningu en goðafræðina, komust reyndar ekki lengra en í rissbókina, eins og uppdrættir af bænum í Reykholti árið 1922 og sundhöllin í Reykjavík votta. Það er kannski til marks um togstreitu tímanna og hvað verkefnin gátu breyst frá fyrstu drögum þar til þau voru reist. Sundhöllin sem var upphaflega teiknuð í burstabæjarstíl endar í nýgotneskum stíl, eða nokkurs konar hæfingu klassíkur að íslenskri steinsteypuhefð.109 Þessi þverstæða verður svo enn öfgakenndari sé hún sett í stærra samhengi. Því sé litið yfir hafið má sjá að um líkt leyti og þjóðlegar þreifingar eru efst á baugi hér, þá eru módernistar á meginlandi Evrópu þegar farnir að boða byggingarlist og borgarskipulag þar sem „hefðbundnu gildismati er varpað fyrir róða og leitast við að finna upp nýtt sem samsvari kröfum tímans og þörfum þjóðfélagsins“.110 Siðun þjóðar Allar átakslínur dægurmálanna virðast skerast í einum punkti og þar standa tveir menn, Jónas frá Hriflu og Guðjón Samúelsson þétt við hlið hans. Í bók Ólafs Ásgeirssonar, Iðnbylting hugarfarsins, er því haldið fram að kringum 1920 hafi framfarahugsunin sem kenna mátti í upphafi aldar látið í minni pokann fyrir þeirri stefnu varðveislusinna að hamla gegn iðnvæðingu og hefja sveitina og gildi hennar til vegs og virðingar. Í því tilfelli þurfti hins vegar líka að byggja og skipuleggja byggðarlag og því er eins og það skipti litlu hvar maður stígur niður. Skipulagsfræðin sem höfðu verið svo gott sem óþekkt í hugsun, hvað þá verki, fram að miðjum öðrum tug aldarinnar, eru skyndilega í miðju allra mála. Hér hefur aðeins verið drepið á því helsta frá mótunarárum og upphafi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.