Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Síða 39

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Síða 39
TMM 2017 · 2 39 Kristín Ómarsdóttir „Ég er með kókómjólk sem ég stal í búðinni.“ Viðtal við Sigurlín Bjarneyju Gísladóttur rithöfund Sigurlín Bjarney Gísladóttir leitar að jafnvægi fyrir margbrotinn heim, úr rústum heimsmynda býr hún til samhengi sem varir – eitt augnablik: á næstu síðum hrynur allt; úr nýjum brotum verða til ný samhengi og hrynja. Hún leitar þolinmóð leiða úr ógöngum, gefst ekki upp og dregur manni ólík vegakort þangað: heim að lausn. Hún er forvitin, útilokar fátt, leitar fanga víða, alin upp í þorpi þaðan sem sést til allra átta, í landslagi þar sem augun byrja ósjálfrátt að reisa byggingar og hallir þegar ferðast er um svæðið. Í skáldskap hennar skiptir harmurinn stöðugt um ham, tilbúinn og viðbúinn í næstu atrennu þegar fyrri atrenna feilar. Harmur merkir ekki endalok. Sigurlín Bjarney er að hefja doktorsnám og á leið til ársdvalar í Svíþjóð þegar viðtalið er tekið sumarið 2016. Hún á að baki háskólanám í íslensku, ritlist og heimspeki hér á Íslandi, byrjaði ung að skrifa, gaf út sína fyrstu bók þrjátíu og tveggja ára og telst til ungs höfundar og upprennandi á mæli- kvarðanum sem menn styðja sig við yfir kaffibollasamræðum. Eftir Sigur- línu Bjarney hafa komið út sex bækur ljóða og sagna en þá fimmtu samdi hún í slagtogi sjö skáldkvenna. *** Takk fyrir að koma í viðtal við mig fyrir Tímarit Máls og menningar Sigurlín Bjarney. Viltu segja mér hvar þú ert fædd og hvenær, hvað heitir mamma þín, hvað heitir pabbi þinn, áttu systkini, hvað heita þau – ef þú kærir þig um að svara því – hvar í röðinni ertu fædd og hvar ólstu upp? Ég fæddist 9. febrúar 1975 og er með þeim síðustu sem fæddust á Sólvangi í Hafnarfirði. Já, mamma mín hét Lovísa Þórðardóttir og pabbi minn heitir Gísli Arnbergsson; sérstöku og óalgengu föðurnafni. Ég á einn bróður sem er tveimur árum yngri en ég og heitir Sigtryggur Jón og er kallaður Siddi. Svo á ég aðra foreldra sem bjuggu mig til og heita María Lovísa og Sigurjón og eldri hálfsystur sem heitir Rut Kolbrún. Ég bjó fyrstu sex æviárin í Keflavík en flutti síðan til Sandgerðis og ólst þar upp.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.