Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Page 41

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Page 41
„ É g e r m e ð k ó k ó m j ó l k s e m é g s t a l í b ú ð i n n i .“ TMM 2017 · 2 41 Manstu fyrstu minninguna? Nei, ég á minningarbrot en ég veit ekki hvað gerðist í hvaða tímaröð. Ég man eftir dótakassanum mínum og man eftir að hafa verið í fanginu á mömmu minni, man hlýjuna, og að ég strauk yfir handlegginn á henni. Þar voru einhverjar bólur og ég spurði hvað það væri og hún sagði það væru kuldabólur. Þá lærði ég um kuldabólur. Man eftir að hafa pissað á mig og kúkað í baðið, man eftir að fara í búðina og stela kókómjólk, koma heim og vera spurð og ég svara: „Ég er með kókómjólk sem ég stal í búðinni.“ Og ég man hvað pabbi varð reiður og skildi það ekki því mér fannst eðli- legt að stela kókómjólk í búðinni. Man eftir að hafa verið nöppuð við að stela ís. Ég þóttist oft vera með fólkinu sem var á undan mér við afgreiðslukass- ann, var þá kannski með frostpinna eða nammi í vasanum. Svo hélt ég áfram að stela og ljúga einsog ég ætti lífið að leysa þar til ég var sjö, átta ára en þá nennti ég því ekki lengur afþví mamma komst alltaf að því ef ég stal og leyfði mér ekki að komast upp með það. Dag einn hugsaði ég: þetta gengur ekki, það kemst alltaf upp, mér er ekki ætlað að stela og ljúga. Kannski þótti mér samviskubitið of óþægilegt og vildi losna undan því. Var mamma þín mannþekkjari? Hún sá alltaf allt og sagði það alltaf: „Ég sé það á augunum þínum.“ Þá var ég með eitthvað inni á mér sem ég hafði tekið í óleyfi. Svo beit ég það í mig að ég gæti ekki logið – það myndi alltaf sjást á mér. Ég er alltaf að átta mig betur á því að hún hafði næstum alltaf rétt fyrir sér. Hún vildi til dæmis að ég yrði kennari og auðvitað fylgdi ég því ekki en er núna að átta mig á því að kennarastarfið á mjög vel við mig í raun og veru. Varstu snemma læs? Manstu hver kenndi þér að lesa? Lastu mikið og hver var uppáhaldsbókin þín þegar þú varst lítil? Ég held ég hafi orðið læs í fyrsta bekk og það gekk bara vel. Pabbi hefur alltaf verið mikill bókamaður, hann les sérstaklega mikið af þýðingum: Gabriel García Marquez, Isaac Bashevis Singer og fleiri. Ég er alin upp við mikla virðingu fyrir bókum og bóklestri. Það varð fastur punktur nánast frá því ég byrjaði í skóla að fara á bókasafnið og taka bækur. Það var líka algjör- lega heilagt að gefa bækur í jólagjafir. Ég las alls konar seríubækur: Önnubækurnar, gleypti í mig Dularfullu bækurnar og Fimm bækurnar en það er engin ein bók sem ég man eftir fyrir utan Línu Langsokk og hún var ekki endilega bók: hún var stærri en bók, hún var alls staðar. Ég tengdi mikið við Línu Langsokk sem ég lærði fyrst um í Þjóðleikhúsinu. Svo voru alltaf þjóðsögurnar. Það var skemmtilegt bókasafn í Sandgerði í stóru gluggalausu rými þar sem sama konan vann í mörg ár. Ég á enn skírteinið. Þar giltu strangar reglur, maður mátti ekki taka bók úr fullorðinsdeildinni og aðeins bók á viku. Það var æðislegt þegar ég kom í bæinn sem unglingur að frétta að ég mætti taka
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.