Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Síða 48

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Síða 48
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 48 TMM 2017 · 2 öldina og færi miklar fórnir til að elta þessi fiðrildi, steypi mér í skuldir fyrir þetta nám. En ég trúi að þetta verði allt til góðs á einhvern hátt. Þú namst ritlist við háskólann. Já, það hafði mikið að segja, ekki bara námið heldur félagsskapurinn. Ég eignaðist vini sem líka elska skáldskap og skrifa og ég elska það sem þau skrifa, get lesið yfir fyrir þau og þau fyrir mig – það er dýrmætt. Í náminu fór ég að taka skrifin meira alvarlega. Héðan í frá yrði ekki aftur snúið. Hvenær byrjaðir þú að skrifa? Man fyrst eftir mér í grunnskóla að byrja að bulla og svo skrifaði ég spennusögu í fimmta bekk og var ánægð með hana en hún kom tilbaka frá kennaranum útötuð rauðum strikum. Í grunnskóla fann ég hvað var gaman að skrifa, það hélt áfram í framhaldsskóla og svo byrjaði ég að skrifa af alvöru árið 1998 – þá gerðist eitthvað – og ég samdi sögurnar sem birtust í Svuntustreng. Í kringum mig voru engir rithöfundar eða listafólk. Kannski hafði lestur þessi áhrif. Plata með Sigurrós sem kom út um þetta leyti hafði áhrif: ég fór í trans þegar ég hlustaði og margir textarnir urðu þá til. Hvenær vildir þú verða rithöfundur? Frá því ég byrjaði að skrifa sögurnar árið 1998 en ég átti í baráttu við orðið rithöfundur; finnst það ekki mitt að ákveða heldur annarra. Ég gæti skrifað bara fyrir mig en svo þarf maður samtalið, maður kemst ekki undan þörfinni fyrir samtal. Svo er eitt sem hefur fylgt mér lengi en ég treysti því yfirleitt ekki að ég hafi næga hæfileika til að geta skrifað, sjálfsmatið getur oft verið ansi lágt – ég hlusta á þessa rödd en tek ekki mark á henni og held áfram að skrifa, njóta þess að skrifa, það er aðalatriðið. Sækir þú jafnt áhrif í útlenskar bókmenntir og íslenskar? Já, núna, en ég hef alltaf reynt að fylgjast sérstaklega vel með íslenskum bókmenntum. Gerir þú greinarmun á amerískum og evrópskum áhrifum? Nei. *** Hvað metur þú mest í fari annarra? Þegar sjálfstraust og mýkt kemur saman, heiðarleika, einbeitni og húmor. Hvað metur þú minnst í fari annarra? Undirferli, fals, baktal.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.