Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Side 57

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Side 57
„ É g e r m e ð k ó k ó m j ó l k s e m é g s t a l í b ú ð i n n i .“ TMM 2017 · 2 57 Hvernig skilgreinir þú grasrótarforlög? Forlög sem höfundar reka saman, hjálpast að við yfirlestur og almenna hvatningu og búa til hóp, skapa stemningu ekkert síður en skáldskap. Vettvangurinn er jafn mikilvægur og skáldskapurinn, heyrði ég sagt um daginn. Hefur þú orðið vör við að hægst hafi á endurnýjuninni í rit- höfundastéttinni á Íslandi? Sverrir Norland sagði í viðtali hér á þessum vettvangi að mögulegt væri að fá á tilfinninguna að reynt væri að sporna við endurnýjun og að mörgum þætti íslenskar bókmenntir einkaklúbbur eldra fólks. Nei, veit það ekki, erfitt að segja til um. Það er erfitt fyrir höfunda sem hafa ekki gefið út áður að fá útgefanda, hvað þá að fá ritlaun en ég held það hafi alltaf verið erfitt – það er enginn öruggur – en það ætti að veita fleiri ungum höfundum sex mánaða laun og fleiri. Andri Snær Magnason kallar það árangursstíflu að við eigum marga rithöfunda sem gengur vel og þá stíflast pípurnar úr Launasjóðnum og nýir komast ekki að. Það verður að stækka sjóðinn. Heyrði um daginn að rithöfundar undir þrítugu fái engin tækifæri hjá forlögunum og þá fór ég að rifja upp mína sögu og tengi við það. Ég átti ekki heldur neinn séns fyrir þrítugt, forlögin þorðu ekki að gefa út einhverja Sigurlín sem enginn vissi hver var þrátt fyrir að handritin þættu efnileg. Gagnrýni Sverris er réttmæt og það er mikilvægt að hlusta á hana og bregðast við. Það er eflaust alltaf spenna á milli kynslóða en núna er yngri kynslóðin að koma sterk inn og er að fá mikla athygli. Þau eru mjög hæfi- leikarík og munu vonandi fá tækifæri til að blómstra á næstu áratugum. Ég hef meiri áhyggjur af æskudýrkun á Íslandi og rótgrónum fordómum gagn- vart miðaldra fólki og sé hvernig því er markvisst ýtt til hliðar þrátt fyrir mikla reynslu og þekkingu. Þar sýnist mér konur fá verri útreið, því miður. Þetta skelfir mig. Þú hefur sótt um starfslaun rithöfunda? Já, var búin að sækja um í nokkur ár og fannst ég fyrst ekki hafa leyfi til þess – áður en ég fékk í fyrsta skipti þrjá mánuði árið 2013. Vá, sú tilfinning var eins og að hafa unnið fimmfaldan pott í víkingalottó, þá rættist svo stór draumur. Launasjóðurinn er forsenda fyrir bókaútgáfu í landinu og mikil- vægur hlekkur í að halda íslenskunni sprellandi kátri. Á sama tíma er þetta mikið óöryggi sem maður gengur inn í og launin það lág að maður lifir ekki á þeim. Eins og staðan er í dag þá er það fátæktargildra að vera listamaður á Íslandi, það er skelfileg staðreynd. Mér finnst að í staðinn fyrir að listamenn rífist innbyrðis um þessar krónur geti þeir staðið saman í að hækka launin og fjölga þeim, við erum öll í sama báti og sama strögglinu/sömu dýrðinni og þurfum að hjálpast að og styðja og hvetja hvert annað.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.